7. sep. 2005

Nú er ruglið búið

Já og ég segi það einu sinni enn...nú er ruglið búið!
Það er búið að sýna sig og sanna, ég er ekki sumarbloggari. Eftir núna tvö sumur sem bloggari hef ég nánast ekkert bloggað í bæði skiptin, svona er þetta bara.
Einnig varð ekki mikið úr miklu hólmgöngunni í sumar, veit ekki ennþá af hverju. Kexpakkarnir voru reyndar alltaf fljótir að klárast áður en hólmgangan hófst, kannski kemur það málinu eitthvað við. En ég lofa ykkur samt að þessi hólmganga mun klárast...veit bara ekki alveg hvenær.
En þá er komið að smá sögu frá Danmörku, ein sem endurspeglar enn og aftur hversu skrýtið fólk býr hérna. Ég var s.s. að horfa á sjónvarpið um daginn á dönsku útgáfuna af Viltu vinna milljón. Þetta var sérstakur þáttur sem hafði undirtitilinn Mig og min eks eða Ég og mín/minn fyrrverandi. Þessi umtalaði þáttur var einmitt þannig að fyrrverandi hjón kepptu saman í stólnum að svara spurningunum.
Eins og alltaf byrjar stjórnandinn á smá kynningu og spjalli við keppendur, það hljómaði einhvernveginn svona:
Stjórnandi lítur í myndavélinna: Já í stólnum hjá mér sitja Jorgen frá Horsens og Anna frá Aarhus, Jorgen er blablabla og Anna vinnur við blablabla.
Stjórnandi lítur á keppendur: Verið velkomin í stólinn, segið mér, hvenær skilduð þið?
Og eins og ekkert sé eðlilegra svöruðu hjónin.
Hjónin: Já við skildum ´96, er það ekki? (lítur á hinn aðilann), jú ´96 var það.
Svo fóru í gang einhverjar samræður um hvað gekk ekki upp og af hverju þau skildu og hvernig þau höfðu það í dag. Ég vek athygli að öllum fannst þetta fullkomlega eðlilegt.
Svo þegar þau eru komin upp í einhverjar þúsundir spyr stjórnandinn hvað þau ætla að gera við peningana.
Konan: Já af því að börnin okkar búa hjá mér þá fara peningarnir beint í þau og heimilið.
Karlinn: Já ég ætla að kaupa mér Jagúar...(kannski þess vegna að þau skildu?).
Eftir þetta þá gafst ég upp að horfa á þetta og skipti um stöð, þetta var bara of mikið fyrir mig. En svo datt okkur í hug hvernig þau ætla að skipta peningunum og sé ég aðeins hörkurifrildi fyrir mér í þeim málum:
Af hverju ætti þú að fá jafn mikið og ég, ég svaraði fleiri spurningum en þú?
Það er ekki satt, ég vissi líka svarið, ég leyfði þér bara að svara!
En ég kom okkur í stólinn með því að vera fyrstur að raða í stafrófstöð, ég ætti að fá meira fyrir það!
En ég skráði okkur í þáttinn til að byrja með, það er ég sem á að fá meira en þú!
Já ekki vildi ég koma á milli þeirra þarna. Vona að þetta hafi verið skemmtilega saga og að hún hafi varpað einhverju ljósi á lífið hérna úti. Nú er kominn nýr tími á þessari síðu, nú er ég kominn aftur.

3 ummæli:

Hildur sagði...

EINMITT!!...thad eina sem gæti kannski slegid thetta ut er danski stórsmellurinn ,,Danmarks klogeste barn" Thar sem krakkarnir eru sendir grátandi heim eftir harda spurningakeppni í sjonvarpinu...

Óskar sagði...

Nákvæmlega...foreldrar að senda börnin sín í sjónvarpið til að keppa um hver gáfaðasti krakkinn í Danmörku...sorglegur þáttur

Óskar sagði...

Eiiiiiiinmitt thad sem eg var ad hugsa um...thad verdur bara ad drifa i thessu og skipuleggja eitt gott party...og thar sem eg er buin med alla skyldumætingu i skolann get eg hjalpad til vid ad skipuleggja ;)