26. jún. 2005

Hólmgangan nálgast

Kæru lesendur, það er búið að skora mig á hólm, í hverju? Jú engu öðru en kexáti!
Hildur segist vera handviss um að hún geti sigrað mig í kexáti sama hversu mikið ég vara hana við, ég held að þetta sé spurning um stolt hjá stelpunni. Þar sem ég er sannur kexáhugamaður og var farinn að stúta heilum homeblest pökkunum fyrir 5 ára aldur þá held ég að þessi keppni fari aðeins í einn farveg.
Reglurnar eru eftirfarandi:
1. Hver fær einn homeblest pakka og einn toffepops pakka.
2. Eitt mjólkurglas eða svali eru leyfileg hjálpartæki, engin önnur.
3. Sá sem klárar fleiri kex á 1 min 40 sek vinnur.
4. Bannað er að troða kexum upp í sig rétt áður en tíminn rennur út. Aðeins má byrja á nýju kexi þegar hið fyrra er horfið ofan í maga.
Þetta stefnir í stórspennandi keppni, tekið er við veðmálum síma 695-1357, ekki missa af þessu einstaka tækifæri!
Úrslit hólmgöngunnar verða tilkynnt hér á þessari síðu innan skamms.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

er ekkert í bíó

Nafnlaus sagði...

Halló, til hamingju með afmælið í dag! :)

Kv.
Eva Hrund

Nafnlaus sagði...

Hvað ætliði að vera lengi að borða þennan blessaða kexpakka!!

Nafnlaus sagði...

Sammála, á ekkert að blogga??? Er kallinn bara á Íslandi? Hvenær er áætluð brottför út aftur?

Kv. Guðný "lífvera"

Nafnlaus sagði...

Djofull aetlar thessi holmganga ad vera lengi ad hefjast!!!!