11. jún. 2005

Blogg í læripásu

Ég sá soldið skondna frétt núna rétt áðan í fréttunum. Það var verið að sýna svipmyndir frá einhverju árlegu traktoramóti hér í Damörku. Það voru saman komnir helstu bændur landsins á risatraktorum (svona þrisvar sinnum stærri en svona venjulegir litlir traktorar) og þar var síðan keppt ýmsu eins og hver væri sneggstur að draga einhverja svaka vinnuvél ákveðna vegalengd.
Svo voru sýndir verðlaunahafarnir og þar stóð uppúr öllum grófu bóndaköllunum með tópak í vörunni og vöðvastæltu bóndasonunum lítil tvítug stelpa í jogging galla með gullið.
Ha ha já þetta fannst mér fyndið.
Einnig sá ég í fréttunum að það er hægt hér í Danmörku að læra að vera "dýra-aðstoðarmaður"
...................eða með öðrum orðum afgreiðslumaður í dýrabúð.
Það fannst mér líka fyndið.
Mér finnst margt fyndið þessa daganna.
Hummmm...fyndið

Engin ummæli: