9. jún. 2005

Þetta er nú meira ævintýrið

Já þá er eitt próf eftir og ég er að missa vitið. Það er að fylla upp í þriðja mánuðinn í próflestri dauðans og það er sko ekki vottur af bensíni eftir.
Ég er búinn með stóra anatomiu-prófið og það gekk bara miklu betur en ég bjóst við, er bara nokkuð bjartsýnn að ná. En þá er vefjafræðin eftir og þar eru málin ekki nógu góð hjá mér.
Er að frumlega rúmlega helminginn af 700 blaðsíðna bók og svo endar þetta í munnlegu prófi! Já þetta er nú meira ævintýrið...
Hildur fór heim í fyrradag og síðan þá hefur tekið við einbúalíf, ég og vefjafræðibókin mín fram eftir kvöldum. Einnig hafa núðlusúpur, grillaðar samlokur og kex orðnir mjög góðir vinir mínir.
Ég hlakka bara til að komast heim og slappa af og hlaða batteríin.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæhæ :) Gangi þér vel með allt saman :)

Óskar sagði...

Takk krakkar fyrir stuðninginn, I´m gonna need it.

Gissi svo sprellum við nú eitthvað um leið og ég kem heim, það er ekki spurning!