14. maí 2005

Auglýsingar og veruleikinn

Ég er búinn að sjá nokkuð oft uppá síðkastið auglýsingu með David Beckham þar sem hann er að auglýsa einhverja glænýja Mach rakvél. Ég fór að spá í því af hverju í andskotanum þeir völdu mann með nánast enga skeggrót til að auglýsa rakvélina sína. Ég er ekkert meira sannfærður um að rakvélin sé góð þótt að hann fái góðan rakstur úr henni, hann er með skeggrót eins og smástrákur...og rödd eins og smástrákur ef út í það er farið.
Látið Tom Selleck raka af sér mottuna með rakvélinni og þá trúi ég að hún sé góð!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nei ég á einmitt ferlega bágt með að trúa að öll þessi krem og sjampó og hvaðþettaalltsamanheitir virki svona obbosslega vel eins og auglýsingarnar telja manni trú um. Gellurnar eru aðeins of mikið fótósjoppaðar til að maður trúi svona löguðu :)

Svala sagði...

haha..alveg rétt hjá tér kallinn minn....tetta apparat ætti ørugglega í erfidleikum med ad komast í gegnum mottuna hjá Tom!!