17. jún. 2005

Öll vötn renna til Íslands

Já þá er maður loksins á heimleið eftir fyrsta hlutann í ævintýrinu hérna í Danmörku. Þetta eru búnir að vera ótrúlegir 10 mánuðir hérna úti alveg frá því að við Hildur vorum ráfandi í miðbænum allan daginn leitandi okkur að íbúð (og gátum ekki talað orð í dönsku) frá því að þessu lauk í 3 mánaða próflestri sem loksin kláraðist í síðustu viku.
Já þetta eru búnir að vera ótrúlegir tímar, oft verið erfiðir en það hefur aðeins gert mann sterkari og reyndari. En nú bíður Ísland eftir mér og ég get ekki beðið að koma heim og sjá alla aftur, byrja vinna, æfa og njóta þess að tala íslensku allan daginn :)
Ég kem heim eftir miðnætti á laugardaginn og það fyrsta á dagskránni á sunnudaginn verður að kíkja á Leiknir-KR uppá Leiknisvelli í bikarnum.
Þetta þýðir einnig að einbúalífinu sé að ljúka......Guð sé lof fyrir það. Helvíti var Hildur sniðug að fara svona á undan mér, nú þarf ég að þrífa og ganga frá íbúðinni fyrir sumarið....já hún leynir á sér stelpan.
En þá segi ég bara bless í bili og hlakka til að sjá alla á Íslandi :)
Danmörk over and out!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Wilkommen, bienvenue, welcome... Til hamingju með próflokin og til hamingju með að hafa fattað að konur eru klárari en menn;) Skál og sjáumst!

Hildur sagði...

HAHAHAHAHAHAHAhAaaaa...MÚhahahahahahahahahahahaha...

andreas sagði...

hi. i will do this in english and danish, as i dont speak the language of iceland, and because i would like you to understand this:

english:
i found a lot of cards outside my house, with the name "hildur adalbjörg ingadóttir" on. i guess a thief may have found hildurs wallot, and then throwed away what he didnt need. and i see hildur wrote a comment to your blog so maybe you know her, and can make her read this? if she wants them back just email me at andreas_roenne@hotmail.com :)

dansih:
jeg fandt en masse kort udenfor mit hus, med navnet "hildur adalbjörg ingadóttir" på. måske er det en tyv der fandt hildurs punk og smed det væk tyven ikke kunne bruge. men ihvertfald så jeg at hildur har skrevet comment til din blog, så måske kender du hende og kan få hende til at læse det her? hvis hun vil have kortene tilbage, så bare skriv til mig på andreas_roenne@hotmail.com :)