3. okt. 2006

Óskar Pólverji!

Já ég hefði getað verið Pólverji (eða þóst vera einn). Ég var í búðinni um daginn með Hildi og við vorum í einhverjum gasalega spennandi umræðum hvað við ættum eftir á innkaupalistanum okkar. Um leið og Hildur fer að sækja eitthvað kemur ókunnugur maður upp að mér og segir eitthvað óskiljanlegt við mig. Samtalið var einhvernveginn svona:

Ókunningi: Brsúnigls
Ég: Haa?
Ókunningi: Brsjandks polsk?
Ég: Hvad?
Ókunningi: Ó, so you speak polsk?
Ég: Eeeeehhh nej...
Ókunningi: Ó unskyld, jeg troede du snakkede polsk?
Ég: Eeeehhh nej...
Ókunningi: Min ven her (og benti á vin sinn) er polsk og hann troede at du snakkede polsk?
Ég: Eeeehhh nej...
Ókunningi: Hvilket sprog var det så?
Ég: Det var islandsk.
...................
Og svo endaði samtalið sem betur fer fljótlega eftir að ég var búinn að sannfæra hann um að ég væri ekki Pólverji.

Fyrir utan hvað þetta var rosalega asnalegt samtal þá kom mér mest á óvart að alöru Pólverji hélt á nokkurs vafa að ég væri einnig Pólverji. Hvernig gengur það fyrir sig eiginlega? Ég hef reyndar heyrt frá Pólverja að fólk frá Suður-Póllandi skilja ekki orð hjá þeim frá Norður-Póllandi, og öfugt að sjálfsögðu.

En án djóks hvernig virkar það eiginlega þegar fólk í sama landi geta ekki skilið hvort annað? Hugsið ykkur ef við þyrftum að kunna annað tungumál til að tala við fólk frá Akureyri.

Gæti ég farið til Póllands og þóst vera pólskur sveitastrákur norður í fjöllum?

Sendum Sveppa til að athuga þetta!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

eg hef talad vid folk fra akureyri og ekki skilid bofs af thvi sem thad segir!

Óskar sagði...

Hehe ;)

Nafnlaus sagði...

kvitterí kvitt!
takk fyrir helgina skötuhjú:)