14. sep. 2006

Nei þú hér!

Komið þið öll saman sæl og blessuð. Já þá er loksins blogg-sumarpásan búin og maður er aftur kominn í skólan í Árósum.

Fengum nýja tölvu í gær eftir laaaaaangt tölvuleysi, það er ótrúlegt hvað maður er háður þessu helvíti. Hvernig var þetta eiginlega áður en netið kom? Við erum með þeim síðustu kynslóðum sem eiga eftir að muna hvernig þetta var....gaman að spá í það.
Síðan nýja tölvan kom inn á heimilið þá hef ég nánast ekki hreyft mig úr nýja skrifborðsstólnum okkar...Hildi sennilega til mikillar gremju ;)

En ég rakst á gamlar myndir af íbúðinni okkar þegar við vorum að mála og flytja inn...ég læt þær fylgja svona í lokin ;)


Mála forstofuna...


Fyrir...

Eftir...

Og eftir það...

Finito!

5 ummæli:

Jóel K Jóelsson sagði...

Voðalegur myndarskapur er þetta.

Þá veit ég hvert maður hringir ef mann vantar að láta mála íbúðina sína :D

Óskar sagði...

Já blessaður vertu...2 íbúðir málaðar frá toppi til táar á 1 og hálfu ári...ef það gerir mann ekki að málaraexpert þá veit ég ekki hvað ;)

Harmsaga sagði...

Það er sko barasta líka rosalega fínt inni hjá mér. Miklu fínna barasta.

Nafnlaus sagði...

ohh, oskar tu ert svo duglegur:D Takk fyrir alla hjalpina vid flutninginn, att alveg inni hja mer bjor eda tvo;)

Nafnlaus sagði...

Gríðarlega huggulegt hjá ykkur :)

Nú er bara að drífa sig í helgarferð til Edinborgar :)