5. okt. 2006

Nyhedsavisen/Fréttablaðið

Jæja á morgun kemur loksins hið íslensk/danska fréttablað "Nyhedsavisen" út hér í Danmörku. Það er búið að vera ansi forvitnilegt að fylgjast með öllum hamaganginum sem er búið að vera í kringum þetta allt saman.

Danirnir eru sko langt frá því sáttir að við litlu Íslendingar séu að troða okkur inn á fréttamarkaðinn þeirra og eru búnir að gera ýmsar ráðstafanir síðustu vikur í tilraun að hrekja okkur frá markaðinum þeirra.

Til dæmis byruðu tvö af stærstu fréttaútgáfunum hérna að gefa út sín eigin ókeypis "fréttablöð" alveg eins og Nyhedsavisen aðeins í þeim tilgangi að taka markaðshlutheild frá Nyhedsavisen. Og ekki nóg með það þá pössuðu þessi tvo fyrirtæki upp á það að ekki fara í samkeppni við hvort annað heldur aðeins Nyhedsavisen með því að ekki senda sín blöð á áskrifendur hins fyrirtækisins heldur aðeins sína eigin áskrifendur.

Það var auðvitað kært til samkeppnisráðs en ég veit ekki hvernig það endaði.

Einnig ætlaði Nyhedsavisen að kaupa áskrift að einhverri svona "fréttamiðstöð" sem er einhverskonar fréttaþjónusta sem þessar stóru fréttastofur nota en þeim var bara einfaldlega neitað að kaupa áskrift! Og ekki gefin nein góð skýring á af hverju.

Þetta var einnig kært að sjálfsögðu.

Það er sko greinilegt að við erum búnir að gera rosalega usla hérna í Danmörku með útgáfu Fréttablaðsins hérna og það verður ansi fróðlegt að sjá hvort þessi hugmynd gengur upp.

Svo eru fréttastofur um allan heim að fylgjast með hvort þetta gengur upp hjá okkur því að þetta er víst í fyrsta sinn sem þetta er reynt. Ef þetta gengur upp hjá okkur má búast við því að fréttastofur út um allan heim fylgi á eftir og það finnst mér ótrúlegt. Hverjum hefði dottið í hug að fréttastofur um allan heim myndi fylgjast svona náið með litla Fréttablaðinu okkar? :)

Munið á morgun þegar þið opnið póstkassan að lesa Nyhedsavisen og henda hinu draslinu :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HALLÓ HALLÓ ALLIR DANIR!! HINGAÐ KOM SíÐAN EKKERT NYHEDSBLAÐ!!! ÖSSssss..........

hilsen
sambýliskonan:)