30. okt. 2006

Norður Atlantshafs fjármála-víkingarnir!

Já þetta er eitt af gælunöfnunum sem ég heyrði í gær í fréttunum hérna í Danmörku.

Ekstra Bladet er að ásaka íslensk fyrirtæki fyrir alþjóðlegt skattasvik, peningaþvætti og jafnvel tengsl við rússnesku mafíuna þar sem við fáum pening sem við notum síðan til að kaupa upp fyrirtæki í heiminum.

Ég keypti þetta blað í gær í fyrsta skipti á ævinni, ekki oft sem ég kaupi svona sora, og ef satt skal segja þá var nú ekkert mikið varið í þessa grein. Engar sannanir birtar heldur einungis frekar einsleit umfjöllun þar sem er reynt að draga upp sem verstu mynd af íslenskum fjármálamönnum.

Svo var tekið viðtal við einhvern Rússa sem rekur lögfræðistofu sem á að hafa aðstoðað Íslendinga í viðskiptum hérna í Danmörku. Hann er svo tengdur við einhver vafasöm viðskipti í heimalandi sínu en aldrei eru nein bein tengsl sýnd á milli Íslands og þessara vafasama Rússa sem er minnst á.

Ritstjóri blaðsins segir að hann sé búinn að hafa menn vinnandi baki brotnu í marga mánuði í þessu máli og lofar fleiri umfjöllunum á næstu vikum sem á eftir að fletta ofan á gríðarlega flóknu svindl-kerfi ýmissa íslenskra fjármálafyrirtækja.

Í greininni draga þeir fram mynd af kerfi sem þeir segja KB banka nota til að svindla undan skatti...þá sérstaklega hérna í Danmörku að sjálfsögðu. Segja þeir að KB banki flytji peninga á milli banka m.a. í Lúxemborg og á fleiri stöðum í heiminum til að sleppa borga skatta. Segja þeir þetta vera mjög grunsamlegt kerfi og er t.d. hægt að nota til að hvítþvo peninga og er sennilega með rússneska mafíupeninga í huga þar. En á sama tíma segja þeir að þetta er ekki ólöglegt! Hvað er þá eiginlega að því að nota þetta kerfi?

En það verður spennandi að fylgjast með næstu greinum því að þetta á að verða einhver stór röð að greinum sem blaðið ætlar að birta á næstu vikum.

Þeir segja að þeir eru að fletta ofan að stórfelldum svikum og prettum...ég hlæ bara að þessu :)

Eins og gaurinn sagði í fréttunum í gær: „I hope they buy Tivoli next!“

1 ummæli:

Hólmfríður Ásta Pálsdóttir sagði...

Þú veist Óskar minn að Björgólfur efnaðist fyrst á því að kaupa bjórverksmiðju í Rússlandi og þannig byrjaði ballið hjá þeim feðgum þannig að hvað veit maður hvað þeir eru að bralla í austur evrópu.....og þeir hafa aldrei borgað skatta !! Þetta er allt saman soldið skrítið finnst mér en að hluta til held ég að þetta sé líka smá öfund í Dananum að fyrrverandi nylendunni skuli ganga vel eftir að við fengum sjálfstæði. Mér hefur samt alltaf þótt skrítið að einn eða tveir menn geti efnast svona rosalega mikið - það er eitthvað bogið við það :-/