20. jan. 2006

Fréttayfirlit

Já nýjustu fréttir eru þær að við munum flytja um miðjan febrúar nær miðbænum og menntasetrunum okkar beggja. Hildur mun njóta þeirra fríðinda að geta labbað í skólann á aðeins 5 min en fyrir mig er það ca 10 min á hjóli eða í strætó, og yfir því er ég ekkert að kvarta.
Annars stefnir á taekwondo veislu hjá mér um helgina því að Norðurlandamótið verður haldið núna um helgina hérna rétt hjá mér. Hér gefst frábært tækifæri til þess að prófa nýjustu græjuna mína. Hildur gaf mér þessa frábæru video-upptökuvél og mun ég nota hana óspart til að ná sem flestum af Íslendingunum keppa og vonandi einhverju djúsí þ.e. ef eitthvað svoleiðis gerist ;)
Ég var að átta mig á því að síðustu blogg hjá mér eru búin að vera frekar dapurleg...nei þau eru búin að vera hreint út leiðinleg. Ég meina síðustu tvær fyrirsagnir hjá mér eru búnar að hafa titilinn Kominn aftur, Jájá og Jæja...sem segir allt um hversu hugmyndaríkur ég er búinn að vera. Og þá rann það upp fyrir mér að ég fæ mínar bestu blogghugmyndir þegar ég er búinn að lesa yfir mig...eða það finnst mér a.m.k.
Það er greinilegt að eftir nógu mikinn lestur þá fer ímyndunaraflið hjá mér fyrst að fljúga. Það er jú allt betra en að lesa eitthvað sem maður nennir ekki að lesa er það ekki? Og það passar þegar ég fer að hugsa út í það, í fyrra þegar ég var oft að lesa yfir mig þá fékk ég oft ótrúlega skemmtilegar hugmyndir sem ég gæti bloggað um (eða mér fannst það a.m.k. þegar mér datt þær í hug). Núna í próflestrinum fyrir jól þá las ég bara það mikið að ég hafði ekki einu sinni tíma til þess að fara á internetið og þar af leiðandi hafði ekki tíma til að blogga um þær "skemmtilegu" pælingar sem mér datt í hug...og þegar ég hugsa betur út í það þá held ég að það sé bara best fyrir alla.
Og ef þetta er rétt hjá mér þá líta næstu mánuðir ekki vel út hjá mér blogglega séð. Þar sem ég er á leiðinni á 3.önn sem er fræg fyrir það að hafa mjööööög lítil lestrarefni og meira afslappelsi þá er ég hræddur um að skemmtanagildið í blogginu mínu verði ansi dapurlegt fram að næstu önn sem byrjar september 2006.
Og af hverju er gaman að blogga, jú af því að annað fólk les það sem maður er að segja og oft skapast skemmtilegar umræður út frá því. Þegar maður bloggar fær maður einfaldlega útrás fyrir einhverri skrýtni þörf til að tjá sig og þess vegna er það algjört skilyrði að fólk les ruglið sem maður er að skrifa.
Og þegar ég er búinn að komast að þessari niðustöðu af hverju í heiminum er ég að skrifa þetta sem ég var að skrifa...því að ég er í raun að segja að ég mun ekki blogga um neitt af viti fyrr en í september 2006! Og það getur ekki verið "good for business"...
Þannig að ég held að það sé best að hætta núna áður en ég fæli fleiri af þeim fáu lesendum í burtu...þannig að ég bið að heilsa í bili :)

Engin ummæli: