15. maí 2008

Verkleg microbiologi framhald

Sýnin komin úr ræktun og búið að skoða þær vel og lengi, lita og sett undir smásjá.

Það var tvennt sem mér fannst fyndið í tímanum í dag.

Það fyrsta var að endaþarms-strokusýnin sem flestar stelpurnar tóku komu út eins og venjulegt húðstrokusýni, ekki af því að þeirra afturendi er svona tandurhreinn, heldur útaf því að stelpugreyin voru eitthvað feimnar við að taka almennilegt sýni. Litlu teprurnar, þar var nú lagt mikið á þær í gær. En strákarnir voru greinilega ekkert að hika í sýnistökunum og komu þau sýni mjög vel út :)

Það seinna var að það uppgvötaðist E. Coli bakteríur (saurgerlar) í nasastroku hjá einum stráknum. Hann varð eins og epli í framan og sór að hann hafði tekið þetta sýni áður en hann tók endaþarmssýnið. En kennarinn hló eftir smá stund (samt nógu langa til að pína aumingja strákinn aðeins) og sagði að þetta kæmi ekkert á óvart og að hann þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af þessu. Þessar bakteríur geta lifað á ótrúlegustu stöðum og fólk er með mismunandi örveruflóru.

Því miður Eva þá komu ekki upp nein klamidíutilfelli í dag...enda er chlamydia intracellulært parasit og er ekki hægt að rækta á agarplötum, varstu nokkuð búin að gleyma því hurrhurr ;)

Engin ummæli: