3. okt. 2005

Hörku púl!

Já þá er maður byrjaður að æfa í líkamsræktarstöðinni Equinox. Þetta gekk ekki mikið lengur þessi leti í manni og þá þýðir ekkert annað en að hrista hana af sér!
En í hvert skipti sem ég fer þá hugsa ég allan tíman hversu mikið ég væri miklu frekar til í að vera öskrandi og sparkandi út í loftið og reyna að pína mig í spígatt (sem er bye the way eitthvað sem ég skal geta einu sinn á ævinni!).
En æfingarnar eru misgóðar sem maður tekur, stundum er maður í þvílíku stuði og pumpar eins og Jón Páll en stundum er einhver leti í manni og maður ákveður að taka bara lengri gufu í staðinn. Dagurinn í dag var einmitt ekki nógu góður en ekki útaf neinni helvítis leti.
Ég fór sérferð niður í bæ til að taka góða æfingu um þrjú leytið eftir þægilegan mánudag sem innfól húsverk, lærdóm og smá hangs. Er ég mæti inn í klefann byrja ég að klæða mig í og tek uppúr töskunni nýju fínu Nike svitaböndin mín sem eiga sko eftir að gera mig að algjörum töffara inní tækjasalnum. Svo leita ég eftir stuttbuxunum mínum.....og viti menn........engar stuttbuxur. Og þarna stend ég í klefanum á nærbuxunum hugsandi hvernig hægt sé að redda þessu. Eftir smá umhugsunartíma ákvað ég bara að hætta þessu rugli og fara beint í gufu, hellti 6 ausum á steinana slappaði bara af, og eftir þetta tók ég bara tvöfalda góða íslenska sturtu........og það var sko þess virði!
Bara ef allar æfingar væru svona þægilegar ;)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hei ég er einmitt líka að æfa í Equinox stöðinni:D ...en ég er nú ekki svona góð við mig að fara bara í gufu og sturtu;) kv. Guðný

Nafnlaus sagði...

Equinox er yndislegur staður :)

emil+siggalóa sagði...

Ha ha ha ha....
Góður Óskar :D


SL

Unknown sagði...

Nú, er það þetta sem fólk í ræktinni gerir???? Kannski maður splæsi í árskort og fari í gufuna til að koma sér í form, hehehe!

Nafnlaus sagði...

Hæhæ.. ég meina maður hlýtur nú að léttast við að fara í gufu, ágæt vatnslosun, en ég er komin með nýja síðu endilega breyttu linknum :)

Kv.
Eva Hrund