15. okt. 2005

Nýr erfingi

Í gær eignaðir Danmörk nýjan prins og nú snýst gjörsamlega allt danskt samfélag um þessa fæðingu. Ég hef oft heyrt um það hvernig danska þjóðin dýrkar konungsfjölskyldu sína en það var ekki fyrr en ég upplifði konunglegt brúðkaup hérna í fyrra og svo konunglega fæðingu hér í Danmörku að ég áttaði mig til fullnustu hversu mikil sú lotning er.
Daginn sem brúðkaupið var hætti gjörsamlega alla danska þjóðin að vinna og safnaðist fyrir framan sjónvarpsskjáina og pöbbanna til að fylgjast með athöfn sem byrjaði snemma um morgun og endaði ekki fyrr en fór að kvölda. Fréttamenn voru á hverju horni til að ná myndum af fjölskyldunni á meðan aðrir fréttamenn tóku viðtöl við almúgan út um allt land til að heyra hvað þeim fannst um athöfnina, og að sjálfsögðu voru allir alveg í skýjunum!
Það var síðan í gær þegar ég kveiki á sjónvarpinu klukkan 11 í gær þá er bein útsending fyrir utan Rigshospitalet í Köben. Ekki vissi ég hvað var að gerast en fréttamaðurinn sagði að krónprinsessan væri kannski inni á spítalanum, kannski var fæðing byrjuð og kannski er nýr erfingi kominn í heiminn.......en þetta voru greinilega óstaðfestir orðrómar því að ekkert var 100%, en það stoppaði ekki hundruðir manna að safnast fyrir utan sjúkrahúsið.
Svo var tekið viðtal við konu sem var að koma út úr sjúkrahúsinu og hún sagði frá því af miklum móð að hún hafði heyrt hjúkrunarkonur tala saman á leiðinni út þar sem þær sögðu að konungleg fæðing væri hafin og að hún væri annað hvort á 3. eða 4. hæð. Ég gat ekki annað að líkt þessari fréttamennsku við dæmigerða bandaríska hasafréttamennsku þar sem sitið er fyrir stjörnunum.
Eftir þetta slökkti ég bara á þessu og fór gera eitthvað annað því að þetta var langt frá því að vekja minn áhuga.
Nú er lítill prins fæddur og öll Danmörk er gjörsamlega heltekinn í gleði og fögnuði. Frá mínu sjónarhorni finnst mér þetta frekar skrýtið hvernig ein fjölskylda getur haft svona mikil áhrif á fólkið í landinu enda erum við Íslendingar ekki aldir upp við neina svona dýrkun af neinu tagi...ég meina, við köllum forsetan okkar Óla grís!
Og það er s.s. ekkert að því, ég verð að segja að ég er bara mjög sáttur að ekki vera alin upp við svona dýrkun. Mér finnst þetta stundum vera svolítil bilun. Það er gott að vera Íslendingur.
Að lokum vil ég bara óska dönsku þjóðinni kærlega til hamingju með nýjan erfinga.
Með kærri kveðju,
Íslendingurinn sem skilur ekki kóngafólk

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já danska þjóðin er heltekin. Í morgun kl.9 sat meiri hlutinn af sambýlingum mínum fastur við skjáinn til að horfa á Friðrik lýsa syni sínum og fæðingunni! Þetta er rugl:/ kv. Guðný

Nafnlaus sagði...

Mig bekendt så er islændingerne ikke mindre optaget af noget så fjollet som eurovision. Hele landet sidder og glor på en idiotisk sang konkurrence og er altid sikker på at i vil vinde konkurrencen. Bagefter konkurrencen følger i op på hvad gik galt og der er op til hundrede interviews med hvad der gik galt og hvad kan gøres anderledes. I holder af jeres unikke sprog og vil hele tiden bevare islandsk. Vores kongerige er ældre end jeres sprog, det vil vi gerne bevare. Forskellige kulturer, forskellige interesser - lær det - det sker over alt i verden det er derfor i rejser ud for at opleve noget (skal du have hjælp med at forstå det Óskar???)

Holger danske (Allan)

Óskar sagði...

Hehe thad er alveg rett hja ther med Eurovisionsyki okkar Islendinga...hvad ætli BT selji morg sjonvorp fyrir hverja keppni thvi ad allir eru svo pottthettir a tvhi ad vid seum ad fara vinna ;)