25. mar. 2005

Íslendingafárið

Mér finnst allt þetta umstang kringum Fischer gjörsamlega komið úr böndunum. Það er hið besta mál að hann sé nú kominn til Íslands og svo framvegis en menn eru alveg að missa sig.
Í fyrsta lagi vil ég að menn hætti að kalla Sæma rokk "einkavin" eða "góðvin" og jafnvel "besta vin" Fischers. Mennirnir eru ekki búnir að hittast í 33 ár og Sæmi var nú bara bílstjórinn hans og fylgdarmaður í nokkrar vikur, ég trúi varla á þessum tíma að svona gífurlega sterk vinátta hafi myndast á milli þeirra að þeir séu búnir að hugsa til hvers annars í öll þessi ár. En ég veit svo sem ekkert um þetta þannig að ég ætla ekkert að vera staðhæfa neitt.
Eftir að hafa horft á beina útsendinguna á bæði Stöð 1 og 2 á netinu þá hlýt ég að hafa hrist hausinn svona 50 sinnum. Alls konar vitleysingar með skilti og hvaðeina veifandi í loftið og kallandi nafnið hans eins og algerir hálvitar fóru gjörsamlega með mig. Einnig krakkarnir á sjoppufylleríinu sínu, fólk var hreinlega að missa sig, ég sver að við líkjumst BNA meira og meira með hverjum deginum því að aðeins þar gæti ég ímyndað mér svo mikla dramatík útaf litlu.
Útsendingin hjá Stöð 2 var gjörsamlega ömurleg, fréttaflutningurinn var mjög slappur, kynnirinn var stressaður og vissi greinilega ekkert hvernig hann ætti standa eða haga sér, engin dagskrá var tilbúin sem var til þess að stressaðir fréttamenn fóru að spinna þráðinn á staðnum sem kom ef satt skal segja mjög illa út. Við byrjuðum fljótt að fá beint í æð gjörsamlega tilgangslausar upplýsingar um hvernig þotan er sem flogið var í og hversu hvasst væri úti og svo framvegis, ég held að ég hafi misst áhugann eftir 5 mínútur.
Stöð 1 var hins vegar með mun betri útsendingu, þar var búið að stilla upp viðtölum við hina ýmsu menn á meðan beðið var eftir að flugvélin myndi lenda. Fréttaflutningurinn var rólegur og yfirvegaður og var laus við alla hasafréttamennsku sem Stöð 2 einkenndist af.
Þessi samanburður staðfesti það að mínu áliti að Stöð 2 er sífellt meira að líkjast bandarískri hasafréttastöð og þessar útsendingar veittu góða innsýn á muninn á þessum tveimur stöðvum. Fyrir ykkur sem vilja bera þetta saman sjálf er hægt að skoða útsendingarnar frá 24. mars á www.ruv.is og www.visir.is.
Mér fannst einnig mjög skrýtið að heyra síðan að Stöð 2 hafi verið að stjórna allri þessari heimkomu, hef ég lesið að jafnvel lögreglan hafi verið að taka skipunum frá þeim og Páll Magnússon fréttastjóri væri bara kóngurinn. Lyktar þetta mjög mikið að Baugsmönnum því að þeir redduðu jú líka einkaþotunni. Þeir sáu einnig til þess að engir aðrir fréttamenn komust að Fischer sem þeir höfðu alveg geta sleppt því að viðtalið sem þeir náðu var alveg tilgangslaust. Þetta finnst mér hreinlega vera algjört bull og ég er nú gjörsamlega búinn að missa allt álit mitt á Stöð 2 sem góðri fréttastöð sem ég get treyst.
Annars bíð ég bara Fischer velkominn og vona að Íslendingar hafi nógu mikið vit að láta hann bara í friði en ekki reyna að breyta þessu í eitthvern dramatískan fjölmiðlasirkus.

2 ummæli:

Hildur sagði...

Hildur: Össssössöss...þetta er bara alveg sama bullið og Keikó!! Almattugur hjálpi íslendingum oft á tíðum!!!

... hann má samt eiga það að útlit hans er að verða býsna íslensk...einsog úfinn bóndi úr Hnífsdal!

Hildur sagði...

...ég er þá ekki að tala um úfinn almáttug!;)