23. mar. 2005

Tannálfur að vori

Allt frá blautu barnsbeini hef ég hlustað á móður mína þegar kemur að almennri tannhirðu. Ávallt var ég duglegur að bursta í mér tennurnar og jafnvel nota tannþráð og því hef ég aldrei séð eftir.
Aldrei hélt ég að hugsa vel um tennurnar í sér gæti haft með sér slæmar afleiðingar en í gær kom sko annað í ljós. Fyrir svefnin var ég að nota tannþráð eftir að hafa burstað í mér tennurnar eins og hver önnur kvöld og allt gekk eins og í sögu. Gekk ég um í rólegheitunum í stofunni meðan ég var að klára tannþræðsluhringinn minn. Svo kemur það fyrir að tannþráðurinn rifnar á milli tveggja jaxla og skilur stóran hnulla eftir á milli tannanna þannig að ég fann fyrir þó nokkrum þrýstingi. Bölva ég fljótt lélegum tannþræði og fer inn á klósett að sækja nýjan tannþráð til að þá þessum hnykli út því að þetta hefur oft gerst áður en aldrei fyrr verið neitt vandamál. Ég vef nýja þræðinum glæsiega um fingur mér og geri mig reiðubúinn að fjarlægja helvítið. En örlögin voru sko ekki mér hliðholl í þetta skiptið því að við fyrstu tilraun rifnað nýji þráðurinn minn einnig! Svona 20 mínútum og örugglega 5 metrum af tannþræði seinna sit ég örmagna á klósettsetunni bölvandi helvítis tannþræðinum sem var fastur á milli tannanna minna, hann vildi hreinlega ekki út!
Og eftir að hafa notað allt sem mér datt í hug í íbúðinni til að ná þessu út þá gafst ég upp og fór að sofa. Þetta leið næstum eins og að hafa tvær flísar af poppkornmaís á milli tannanna og það var verulega óþægilegt og þetta var gjörsamlega að gera mig brjálaðan.
Klukkan 7:30 daginn eftir var rokið beint út í búð og til að kaupa dýrastu og flottastu tannstönglana sem fundust í von um að bjarga mér frá því að missa vitið. Spenntur opnaði ég pakkan fullur af von. Og þarna stóð ég fyrir framan spegilinn alveg gjörsamlega að hamast á kjaftinum á mér en ekkert gerðist! Þvílíkt fúll hélt ég svo í skólann ennþá með helvítist þráðinn á milli jaxlanna.
Svo um kvöldið fyrir svefnin var ég aftur að nota tannþráð og var eitthvað að horfa á sjónvarpið og labbandi um. Þá bara allt í einu rennur tannþráðurinn á milli jaxlanna og fjarlægir helvítið! Ég get svarið að það tók mig svona 10 sekúndur að átta mig á því hvað hafði gerst, mér leið eins og ég hefði unnið milljónir í lottó, ég upplifði einhverskonar nirvana, ég var svo ánægður, ég var á hátindi tilverunnar!
Svo eftir smá stund fór ég að sofa og var alveg sama um þennan helvítis tannþráð.
Ég veit ekki alveg hversu spennandi þetta blogg þetta var, kannski segir þetta allt sem segja þarf hversu spennandi líf mitt er um þessar mundir. Ég skal reyna gera betur, bið að heilsa í bili.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælir..

Veit ekki með aðra, en svona hversdagslegar sögur höfða til mín, sérstaklega þetta með poppmaísinn. Poppmaís milli tanna er e-ð sem getur ýtt mér ansi langt útá klettanibbuna á þverhníptu gljúfri geðveikinnar!

Allavega fann ég tengsl við þessa raun þína, því þetta er jú e-ð sem ég hef lágan þolþröskul gagnvart :)

kveðja af klakanum