15. mar. 2005

Blogg varð það

Þegar fólk er byrjað að kvarta yfir bloggleysi þá er það merki um það að maður sé ekki að standa sig.
Síðustu vikur hjá mér eru búnar að innihalda nákvæmlega ekki neitt frásögufærandi og annir í skólanum hafa haldið mér frá einhverjum frásöguverðum pælingum. Ég er ansi hræddur um það að þessari önn þá á ég eftir að lesa yfir mig. Ég mun fara yfir strik heilbrigðar skynsemi og óvíst er hvenær ég mun komast aftur í raunveruleikan.
Þess vegna vil ég biðja fólk um þolinmæði og skilning þegar ég sný aftur heim í sumar því að þá verð ég mjög orðinn skemmdur. Einnig bið ég ykkur um að hjálpa mér að komast í eðlilegt horf og niður á jörðina.
Mikið verður það gott þegar þessi önn er búin.

3 ummæli:

Unknown sagði...

Mikið ertu duglegur Óskar minn!! Vonandi hefurðu samt tíma til að klappa henni Hildi svona endrum og eins, hehehehehe!

Óskar sagði...

Ja eg geri mitt besta ad hugsa um hana Hildi mina. Reyndar er thad hun sem hugsar adallega um mig en hver er ad spa i svoleidis smaatridi ;)

Eg hef bara ekki getad klappad henni mikid undanfarid thvi ad bloggflensan hefur verid svo skæd hja henni. Vid vonum bara ad henni fari ad batna fljotlega.

Hildur sagði...

eg bara veit ekkert um hvada bloggflesnu thid erud ad tala um...eg er looongu buin ad blogga;)