2. jan. 2007

Áramótaskaup

Gleðilegt nýtt ár öll sömul og takk kærlega fyrir það gamla.

Þá eru mamma og pabbi lögð af stað heim eftir alveg frábær jól og áramót hérna úti...sem eru líka þau fyrstu ekki á Íslandi...ég vil þakka þeim kærlega fyrir að koma hingað til okkar :)

Ekki var mikið um flugelda hérna, enda hefur maður svo fáránlegan samanburð frá Íslandi...útlendingar sem eru á heima um áramót segja að við erum bara gengin af göflunum! Kannski er eitthvað til í því :)

Ég var fyrir miklum vonbrigðum með áramótaskaupið þetta árið, ekki er það í fyrsta skiptið þegar ég fer að hugsa út í það, en þetta árið fannst mér skaupið vera mjög lélegt. Það voru að sjálfsögðu nokkur mjög skemmtileg atriði, þau þurftu bara að vara fleiri :)

Mér finnst líka kominn tími til að Jón Gnarr dragi sig aðeins í hlé...hann hefur ekki verið fyndin síðan úr fyrstu seríunni í Fóstbræðrum og fannst mér hann vera með lélegustu atriðin í skaupinu.

En hvað finnst ykkur hinum? Ég vil endilega fá comment hjá ykkur og heyra ykkar skoðun.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mér fannst plútó gargandi snilld..... kv eva

Nafnlaus sagði...

Mér fannst Skaupið það besta í mörg, mörg ár! Hló stanslaust yfir því og táraðis á tímabili ég hló svo mikið...!

Skeletor stóð uppúr ásamt hundinum Plútó og Bobby Fisher var nettur með Sæma Rokk í bakgrunni!

Hólmfríður Ásta Pálsdóttir sagði...

Sammála síðasta ræðumanni, mér fannst þetta besta skaup í mörg ár! Í fyrra fannst mér það lélegasta skaup í mörg ár, þegar Laddi var að fíflast um allt - held nú frekar að hann ætti að fara í pásu! Ég er búin að horfa á skaupið í ár held ég 3 sinnum síðan á gamlársdag og hlæ alltaf jafn mikið !! ;)

Bobby Fisher var snilld en það besta að mínu mati var kvikmyndin um Baugsmálið - enda er það allt ein allsherjarvitleysa :) Nú svo má ekki gleyma Eyþóri Arnalds! ;)

Er að spá í að horfa á skaupið núna í gegnum netið enda síðasti séns í kvöld! ;)

Kveðja
Ásta

Óskar sagði...

Já það eru greinilega skiptar skoðanir á þessu :)

Mér fannst skaupið byrja frábærlega með Planet of the Apes og hvernig þeir náðu Anda Snæ vel, svo fannst mér frábært hvernig þeir tóki Herra Ísland í gegn...kannski heldur ekki mjög flókin persónuleiki til að leika ;)

Ég fattaði ekki þetta með plútó, kannski er það af því að ég hef ekki fylgst nógu vel með fréttum, veit það ekki.

Jamm sammála með Fisher þar var fyndið og fyndnast var með Sæma Rokk í bagrunninum.

En toppurinn í skaupinu að mínu mati var á alls vafa Baugs-kvikmyndin, það var eitt það allra besta sem ég hef séð í mörg ár.

En því miður þegar ég horfi yfir allt skaupið þá var bara ekki nógu mikið af góðum atriðum, það voru langir kaflar þar sem ég hló ekki neitt né brosti út í annað. Þess vegna var ég fyrir vonbrigðum með heildina.

En ein spurning, hver leikstýrði? Það stóð hvorki í byrjun skaupsins né í endanum...

Nafnlaus sagði...

Það var Reynir Lyngdal sem leikstýrði þessu þunna og síður en svo skemmtilega skaupi...

Sjáumst svo eftir nokkra daga :)

Óskar sagði...

Looooksins bandamaður! Takk Lovísa mín, þú átt sko inni hjá mér bjór þegar þið komið í heimsókn!

Ég var farinn að halda að ég var einn hérna :)

Nafnlaus sagði...

He he he he ...mér sýnist kallinn minn hafa verið kominn á nálar með þetta hehehehe

frúin

Nafnlaus sagði...

Óskar þú ert búin að telja upp helmingin af atriðinum í skaupina og segja að þau hafi verið góð samt var skaupið glatað huuuummmm :).

Annars held ég persónulega að skaupið sé mun leiðinlegra þeggar maður býr erlendis og er ekki jafn mikið inn í þjóðfélagsumræðunni. Allavega fannst mér skaupið mjög gott í ár, en þegar ég var út í Flórída þá var það alveg glatað, það ár töluðu margir um snildarskaup. Ég var hinsvegar mjög ósammála.

Niðurstað skaupið í ár var mjög fínt og þér fannst það líka :)

Gjezz