17. apr. 2007

Sól og blíða

Já í gær fór hitinn upp úr öllu veldi og við tókum á það ráð að skella okkur út í blíðuna og spila gamalt víkingaspil "Kubbs". Og ég held að ég nefni ekkert hvernig þetta endaði...annars gæti ég ekki fengið neitt að borða næstu 2 vikur :)

Hvernig er annars veðrið á Íslandi??

Svo fór ég að spá hversu mikið af efni ég væri virkilega að nota fyrir 2 ársprófin sem ég er að fara í núna í vor...vísindamaðurinn ég tók mér pásu frá lærdómnum og safnaði saman öllu því drasli sem ég er að nota (og það sem ég á að nota). Útkoman var alveg ágæt fannst mér.


Hildur að reyna fella kubbana mína...gengur ekki alveg nógu vel :)


Þvílík tækni!


Hversu nálægt getur maður verið að fella kubb af 8 metra færi?


Hvað segið þið...nóg efni í 2 próf? Nei nei, hvaða rugl, bætum aðeins á þetta!

3 ummæli:

Unknown sagði...

Ooooh, stundum er fínt að vera í útlöndum. Svona veður í apríl er auðvitað algjör snilld. Verst hvað þessar skólabækur trufla mann mikið við að vera úti í góða veðrinu.

Verð greinilega að finna mér þetta víkingaspil. Er þetta ekki frábær afsökun til að taka sér pásu!?!?!

Nafnlaus sagði...

þoriru í mig.... ég er snillingur í víkingaspilinu maður.... kv af tjele

Óskar sagði...

Hehe já Heiður það er sko rétt hjá þér...það á sína kosti að vera hérna........stundum :)
Og ég á sko heimsmeistaratitilinn í að taka sér pásur í próflestri!

Slefa! Ég hér með skora á þig í Kubbs við tækifæri!