15. nóv. 2006

Fréttainnskot

Smá fréttainnskot.

Kannski það sem er efst á baugi er að kallinn er byrjaður aftur að æfa taekwondo! Var skellt sér á æfingu í síðustu viku og er að mæta á mínu fjórðu æfingu í kvöld og get ekki sagt annað að þetta er að ganga mjög vel.

Var klúbburinn Aarhus Taekwondo Klub fyrir valinu eftir miklar vangaveltur. Aðstaðan er mjög fín og á sama tíma rosalega dönsk t.d. eru kóngulóarvefir í öllum loftum og hornum (sérstaklega snyrtilegt í sturtuklefanum)...sem er nauðsynlegt í hvers kyns dönskum húsum ;)

En vægast sagt þá voru æfingarnar tvær í síðustu viku bara þær erfiðustu sem ég hef farið á síðan ég man eftir mér! Og ég hef nú farið á þær nokkrar ansi erfiðar, en þetta eru verðlaunin sem maður fær fyrir að ekki hreyfa á sér rassgatið í rúm 2 ár og mæta beint á æfingu í miðju tímabili þar sem allir eru búnir að æfa vel í nokkra mánuði!

Á fyrstu æfingunni var ég búinn eftir 20 min....og þá er ég að tala um búinn, færdig, slut, gat ekki hreyft mig! Næstu 70 min fóru bara í það að einbeita sér að halda æfingu út.
Á næstu æfingu kláraðist ég eftir 30 min...og næsti klukkutími fór í það sama og síðast, bara halda út! Við erum að tala um andköf, hristandi lappir, jafnvægisörðugleikar og allan pakkann!

Nú skil ég hvað fólk meinar þegar það segir að maður eigi ekki að taka pásu :)

En nú er þetta allt saman að koma hjá mér og nú er ég að byrja að þekkja spörkin mín betur...og nú held ég að ég tali um eitthvað annað.

Næsta frétt fyrir þá sem vita það ekki nú þegar er að við verðum hérna úti um jólin og komum sennilega ekki heim fyrr en um næsta sumar. Margt spilaði inn í en það var auðvitað skólinn hjá okkur báðum sem réði ferðinni að lokum.

Svo erum við búin að panta flug til London næsta janúar. Ég, Hildur og Guðný líffræðingur/læknanemi fengum farið á 5 DKK út og 20 DKK heim...þannig að við erum eiginlega bara að borga skattanna, í heildina var þetta ca 5000 ISL á mann fram og til baka, sem er auðvitað bara grínverð. Fáum við gistingu hjá vinafólki Hildar sem við erum mjög þakklát fyrir...einnig verður ekki leiðinlegt að hafa fólk á staðnum sem þekkir staðarhætti.

Man ekki fleiri fréttir í bili, þangað til næst :)

6 ummæli:

Hulda R. Jónsdóttir sagði...

Ja.. Nuna er eg anægd med thig..!!!
Aldrei ad taka TKD pasur... :D
Tkd pasur eru daudi..!!

Hilsen fra Norge...

Nafnlaus sagði...

það er nú bara hættulegt að taka svona pásur en þú verður að viðurkenna að harðsperrur eru góður sársauki....?
mig langar líka til london ódýrt....
ingibjörg

Óskar sagði...

Ekki þessar harðsperrur...þær voru hreint helvíti!

Nafnlaus sagði...

pjásur...... kræst... nú er að verða næstum 8 ár frá því að ég tók pásu frá mínu aðalsporti.... he he he... enda nokkrum björgunarhringjunum betri ;) mér finnst það bara kúl.... þetta eru ágætis handfög fyrir pésa ;) kv eva

Nafnlaus sagði...

vá, djöf. er ég komin með kúl starfsheiti: eitthvað skástrik eitthvað.... þarf að fara að setja þetta í símaskrána heima;) En annars er ég viss um að London verður SNILLD, hlakka endalaust til. See ya.

Nafnlaus sagði...

Ég þekki það sennilega manna best að maður á aldrei að taka sér pásur.. tók þær ófáar á mínum TKD ferli og var stöðugt með harðsperrur fyrir vikið!