23. nóv. 2006

Ágætis æfing

Já ég átti ágætis æfingu í gær.

Fyrst hélt einn þjálfari að ég væri foreldri að bíða eftir barninu mínu sem er á æfingu á undan okkur.

Klúðraði alveg þegar við vorum að gera poomse, er orðin rosalega ryðgaður og erum ekki búin að æfa þetta nógu vel finnst mér. Ég og öll bláu beltin stóðu s.s. uppi fyrir framan alla og kennarinn sagði okkur að gera poomse nr. 5, ég rétti upp hönd og sagði hátt og skýrt að ég kunni það ekki þannig að hann sagði mér að gera nr. 4 í staðinn. En ég man bara helminginn af því þannig að ég þurfti aftur að segja að ég kunni það heldur ekki. Þannig að ég endaði að gera nr. 3 hálf-skömmustulega...

Er oft að ruglast á æfingu í grunntækni, bæði af því að þeir æfa oft tæknir sem ég hef ekki gert áður eða kannast ekki vel við....og af því að ég skil ekki framburðinn hjá þeim sem er oft alveg fáránlegur!

Svo til að setja punktinn yfir i-ið þá sló ég sjálfan mig í andlitið þegar við vorum að æfa sjálfsvörn í lokinn og fékk blóðnasir.

Já það er ekki alltaf auðvelt að æfa eftir svona langa pásu...ALDREI TAKA PÁSU!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha blóðnasir af því þú lamdir þig sjálfur.. það er töff!

Það er samt ekkert óeðlilegt að vera búin að gleyma poomse eða grunntækni eftir svona langa pásu. Þetta er samt skuggalega fljótt að rifjast upp allt saman :)

Gangi þér vel að byrja aftur!

Óskar sagði...

Takk kærlega Þóra mín, gott að heyra að þetta sé allt saman eðlilegt...kannski allt nema að lemja sjálfan sig í framan :)

Hvenær ætlar þú svo að byrja aftur?

Nafnlaus sagði...

haha.. byrja aftur, segirðu!

Eitthvað held ég að það gerist seint.. held að ég sé búin að taka mín síðustu spörk og högg :)