26. okt. 2007

Hálfnað verk þá hafið er

...Ég hef öðlast nýjan skilning á þessu gamla góða málshætti. Þannig er það nú í mínu lífi þessa daganna, og reyndar flesta síðan ég byrjaði í þessu námi, þá eru nánast allir dagar nákvæmlega eins. Maður vaknar og veit að maður þarf að drífa sig að lesa. Ef maður vaknar aðeins seinna segjum klukkan 10 þá bölvar maður sér vitandi það að maður ætti núna að vera búinn að borða, mættur á bókasafnið og a.m.k. búinn að lesa í klukkustund.

Með þetta á heilanum alla daga þá er oft erfiðara fyrir mig að vakna þar sem að ennþá er ekki nógu langt í prófin svo að stressið vekji mig og haldi mér gangandi. Ég meina hversu spennandi er það að vakna þegar það eina sem bíður eftir þér eru 8 klst á bókasafninu hangandi yfir bókunum í alltof þungu lofti og ekki geta opnað gluggann því að honum er alltaf lokað aftur af samnemendum mínum eða starfsfólki. (Váá löng setning!)

En það sem ég er að segja er það þessi málsháttur hittir alveg í mark! Ef maður bara drífur sig af stað og byrjar á því sem maður þarf að gera...eins og t.d. í mínu tilfelli að vakna og fara niður í skóla (eða vaska upp í þínu tilfelli?)...þá er það erfiðasta að baki og maður kemur sáttur heim til sín eftir góðan dag.

Og til að slútta þessu á sambærilegum heimspekilegum nótum þá er ég með annan málshátt í bakhöndinni...maður uppskerir það sem maður sáir...þess vegna ætla ég að fara sofa núna og sá góðum fræum til þess að ég geti vaknað á morgunn :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

áfram óskar áfram óskar...mega orka fra mer...see you today thegar eg er BUIN i praktik!:)

húsfreyjan!

Nafnlaus sagði...

Sko.. Allir dagar í vinnulífi eru eins - þú vaknar á ákveðnum tíma og ÞARFT að vera mættur á ákveðnum tíma til að fá borguð launin þín. Geturðu ekki bara hugsað það þannig að þú sért í vinnu, ekki skóla (já ég veit að skóli er vinna og allt það) og að launin séu svo árangurinn í prófunum. Þannig getur maður séð hvort maður hafi alltaf mætt á réttum tíma, tekið sér passlega langan hádegisverð og passlega margar kaffipásur.

Nei bara svona hugmynd - ætlaði annars bara að segja hæ og áfram þú og jú ken dú itt:)

Nafnlaus sagði...

já... nám er vinna.... mennt er máttur.... persónulega finnst mér mun meira krefjandi að vera í háskólanámi en að vera á vinnumarkaðinum.... og erfiðara finnst mér að vera að læra að verða læknir en að vinna sem læknir.... en þetta er nú bráðum að verða hálfnað hjá þér... og trúðu mér... áður en þú veist af er þetta allt saman búið.... og vá hvað það verður gott að sleppa ..... kjammar... sé þig á vibanum bráðum ikk os !!! innan um alla innifýlu púkana.... slefan

Hólmfríður Ásta Pálsdóttir sagði...

Gangi þér ofsalega vel Óskar minn, we have all been there og þetta er alveg yfirstíganlegt :-) Go Óskar !

Og ein svona leiðrétting - maður ,,uppskerir,, ekki, maður uppsker það sem maður sáir ;-)
Það er svona þegar maður er búin að búa lengi í útlöndum þá fer íslenskan að klikka - hálfgerður ,,erlendingur,, eins og einn vinur minn sagði :-)

Knus frá Álaborg
Ásta

Guðný sagði...

Frábært hugarfar Óskar, mjög góður málsháttur og ég held bara að ég taki þig mér til fyrirmyndar og reyni að stökkva fram úr rúmminu í fyrramálið;) Haha, held samt það gerist seint en gott að vera bjartsýnn! kv. Gudda geira