22. okt. 2007

Sigur Rós með Dönunum

Við hjónin skruppum í heimsókn til Kaupmannahafnar um helgina til Ingibjargar og fórum um leið á tónleika með Sigur Rós á Vega þar sem þeir frumsýndu myndina sína Heima hérna í DK ásamt að spila örlítið. Ég bjóst við því að hitta fjöldann allan af Íslendingum þarna og hafði séð fyrir mér að enda á skemmtilegu djammi með fullt af Íslendingum, en reyndin var sko allt önnur. Eina manneskjan sem við hittum var Dani sem við könnuðumst aðeins við, annars þekkti maður ekki sálu.

Þeir eru greinilega vinsælli en maður bjóst við hérna í DK, og kom það skemmtilega á óvart. En þegar ég heyrði að það hafði verið uppselt á tónleikana fyrir rúmlega viku a.m.k. þá datt mér annað í hug. Danir eru auðvitað skipuleggjarar dauðans og eru ávallt búnir að merkja í dagatölin sín með nokkurra vikna fyrirvara amk og á meðan erum við Íslendingar alveg á hinum pólnum. Við gerum sko allt á síðustu stundu og fáir af okkur vita hvað dagatöl eru, amk þegar kemur að því að skipuleggja sósjal lífið sitt.

Gat ekki verið að ástæða þess að það voru ekki neinir Íslendingar þarna bara sú að þegar þeir ætluðu að kaupa miða voru engir eftir?

En ef svo er af hverju vorum við bæði með miða...erum við að vera svona rosalega dönsk?
..............Nei það getur ekki verið, ekki ég að minnsta kosti...ég var að líta í dagatalið mitt, ég var ekki búinn að opna það síðan 20. september.

5 ummæli:

Unknown sagði...

takk fyrir frábæra helgi :)

Nafnlaus sagði...

ég er íslendingur.... en er að verða skuggalega mikill dani.... ég er nánast hálfur dani erfðafræðilega séð hurhurhur ;) það útskýrir kannski þessa skipulagsfrík í mér... átt dagbók frá ungaldri....össsssss... kveðja eva monica geller/bing..... skrifað þann 24/10 2007 kl 21:10:18 að staðartíma....punktur

Nafnlaus sagði...

vá..þá er ég orðinn algjör dani og hef alltaf verið! Ég væri alveg lost ef ég myndi týna dagbókinni. Þessa dagana gengur líka allur dagurinn út á það að fara eftir lesiplaninu :)

Nafnlaus sagði...

HAhahahaha Lilja rut!!
EEeeenga áhyggjur, fyrir thig verda skrældar tugir gulróta á sunnudaginn:)
Hlakka rosa til ad sjá myndina...og thig ad sjálfsögdu!:)

Hillý McDonalds

Óskar sagði...

Takk fyrir komentin, ég hélt að engin læsi bloggið mitt lengur sökum bloggleti :)