10. jún. 2006

Party on Wayne....party on ???

Vááá...erum við að tala um einn besta opnunarleik HM í sögunni eða hvað? Nú var síðasti opnunarleikur rosalegur líka þegar Senegal vann Frakkland...en nú erum við að tala um 6 mörk í fyrsta leik og 2 af þeim verða pottþétt í topp 10 af flottustu mörkunum í mótinu!
Annars var einhver snillingur í bankanum sem tókst að skipta námslánunum mínum á 4 mánuði í staðin fyrir 5 mánuði eins og var samið um...sem þýðir auðvitað að ég fæ engin námslán þennan mánuðinn!
Og þið getið rétt svo ímyndað ykkur hvað það er búið að valda okkur miklum vandræðum...af hverju er alltaf svona mikið vesen á LÍN og bankanum...mér finnst alltaf eins og þessar tvær stofnir séu reglulega að letja/hindra mann í því að læra...þessar stofnanir hafa valdið mér sífelldum vandræðum síðan ég byrjaði hérna úti, þoli þetta ekki!
Ég gæti auðvitað ekki verið hérna úti án þeirra...en á sama tíma gera þau manni lífið ótrúlega erfitt! Án þess að ég vinn alla frídaga mína hvert sumar þá er ekki sjéns að ég myndi lifa af hérna.
Á sama tíma eru allir í bekknum mínum að tala um sumarið sitt, ég held að margir Danir séu aðeins of dekraðir...eða kannski er ég bara öfundsjúkur? Ein stelpa verður í heilan mánuð í Brasilíu að dúlla sér með kærastanum...einn strákur verður í BNA í íþróttabúðum að skemmta sér í 3 vikur...annar strákur er bara að fara slappa af í sumar, skreppa til París og taka smá rúnt þar í kring og kannski vinna pínu sagði hann! En nánast allir í bekknum mínum eru að fara til útlanda í sumar...og nánast enginn er að fara vinna!
Jæja...svona er lífið víst...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hejsa..... varstu búin að ítreka það að ´þú ert námsmaður erlendis, við fáum neblilega námslán í 10 mánuði vegna þess að við erum 10 mánuði í skólanum en ekki 9 eins og íslendingar á íslandi.... hils slefan

Óskar sagði...

Jebbss...það var allt saman klárt. Nákvæmlega sama fyrirkomulag og í fyrra og svo stendur þetta skýrum stöfum á lánsáætluninni.

Ég skil ekki þetta lið, sjitt hvað maður getur verið pirraður þegar svona gerist :/

Nafnlaus sagði...

mundu bara að vinna styrkir líkama og sál - þessi leti og ferðalög gera þau bar lin og hana nú!!!
ingibjörg

Nafnlaus sagði...

Já Danir eru mjög ofdekraðir, þurfa ekkert að vinna