8. jún. 2007

Ó Ísland

Nú sit ég hérna fyrir framan tölvuna klukkan eitt eftir miðnætti á nærbuxunum einum saman, það er einfaldlega of heitt. Það þýðir ekkert að opna gluggann, loftið haggast ekki. Það er engin leið út úr þessu. Og það er ekki gott fyrir manneskju eins og mig. Það er spáð 28°-29°C stiga hita hérna á næstu dögum, eins gott að ég sé að koma heim.

Ég hef alltaf verið með háan thermostat, þegar flestum öðrum er kalt, þá líður mér passlega. Flestir elska þennan hita og sólina sem því fylgir og drífa sig út til að fá smá tan. Ekki ég, á sama tíma og fólkið flykkist út þá hrökkvast ég innandyra til að geta dregið andann.

Danir hafa t.d. allt annan thermostat en ég og flestir Íslendingar yfir höfuð held ég. Þeir geta setið inni á loftlausum lessal eða bókasafni og engum dettur í hug að opna glugga og hleypa smá súrefni inn...spara varman skiljið þið.

Alltaf þegar ég sest niður á bókasafnið og það er heitt úti og þungt loftið þá opna ég glugga, annars get ég ekki lesið. Og þegar ég skrepp fram aðeins frá bókunum þá er nánast alltaf án undantekningar búið að loka glugganum hjá mér. Þá horfi ég grunsemdaraugum á dönsku stelpurnar í kring sem eru búnar að vefja jakkanum og sjalinu sín utan um sig af því að þeim er svo kalt. Á sama tíma er ég að svitna. Eftir smá tíma opna ég aftur gluggann og baráttan endalausa heldur áfram.

Ég er líka nátthrafn. Líkaminn minn vaknar að fullu fyrr en um hádegi og þegar sólin er að setjast er ég fyrst að komast í gang. Þess vegna var ég ánægður að heyra um að það eru fleiri en ég í sömu aðstæðum. Hérna í DK er búið að stofna félag (B-Samfundet) fyrir fólk sem eru með öðruvísi líkamsklukku og berjast fyrir því að þjóðfélagið viðurkennir að þetta er okkar eðli og hættir að neyða okkur að byrja vinna svona snemma má morgnanna. Það er ósanngjarnt, ekki í samræmi við okkar eðlilegu líkamsklukku og ætti ekki að vera leyfilegt í frjálsu samfélagi.

Þetta finnst mér flott, ég er að hugsa um að gerast meðlimur....ég er B-manneskja!

Annars er lesturinn búinn og ég er formlega kominn í sumarfrí! Ég kem heim um helgina, hlakka til að hitta alla.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gæti ekki verid meira sammála, en ég er thví midur ad breytast í A mannsveskju og thad er allt út af thví ad ég er med dana !!!!! Danir er heimsmeistarar í A lidi.... ég kom á leynilessalinn klukkan 07:10 í morgun og veistu hvad..... thad voru 5 mættir....geturu fokkings trúad thessu !!!!! kv eva heita á vibbanum !!!