18. jan. 2005

Búinn að lesa yfir mig strax?

Það er hægt að mennta sig í nánast öllu sem er hérna í Danmörku og mér finnst oft fyndið hversu fjölbreytt úrvalið er. Ég sá um daginn auglýsingu í blaði þar sem verið var að fjalla um nýja námsbraut í Aarhus Tekniske Skole. Þessi námsbraut innihélt tveggja ára nám fyrir ferskvöruaðstoðarmenn í matvörubúðum. Og það var ekkert verið að grínast í þessum málum.

Síðan þetta ár byrjaði hef ég ekki gert mikið annað en að lesa erfðafræði. Þessi kúrs endar síðan í prófi á laugardaginn. Eitthvað held ég að ég sé búinn að hugsa aðeins of mikið um þessa hluti síðustu daga ef eitthvað má marka síðustu nótt að minnsta kosti. Hildur vaknaði við mig um miðja nóttina þar sem ég er að halda einhverja stórmerkilega ræðu um litninga og DNA basa. Af forvitnissökum spyr hún mig hvað ég sé að tala um og ég svara henni að sé eins og ekkert annað sé eðlilegra og segist vera tengja litninga saman og teikna með puttanum í loftið hvernig ég fer að því. Að svo loknu sný ég mér á hina hliðina og held áfram að sofa eins og ekkert hafi í skorist. Ég get rétt ímyndað mér hversu mikið hún hafði hlegið að mér.

Ég hef nú séð menn sem hafa lesið yfir sig og það er ekki fögur sjón. Ég vil ekki enda svoleiðis. Í guðanna bænum látið mig vita strax ef þig sjáið einhver fleiri merki um að ég sé að fara yfir strik heilbrigðar skynsemi.

Ég held að ég taki mér góða pásu í næstu viku eftir prófið.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er ansi fyndið og alltaf súrt þegar svona kemur fyrir. Alla vegana þoli ég ekki þegar ég er í svona einhverri törn og fæ ekki einu sinni frí á meðan ég er að sofa. Tek reyndar fram að litningar og DNA basar væru martröð í mínum draumförum.

En ég hef nú meiri áhyggjur af því að þú hafir verið að kynna þér fersvöruaðstoðarmanna námið. Hvað ætli maður þurfi að vera í mörg ár í námi til að geta orðið freskvörustjóri og haft aðstoðamann!!!

Gangi þér vel á laugardaginn

Brósi

Unknown sagði...

Halló Óskar. Held þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af að lesa yfir þig. Styttist óðum í helgina sem við Jói komum. Þá verður skemmtanalífið tekið með svo miklu trompi að þú steingleymir að þú sért í skóla yfir höfuð!

Jóel K Jóelsson sagði...

Ég skil alveg hvað þú ert að tala um. Einhvern veginn blandast lógíkin á bak við það sem maður er að læra við hversdagslega hluti. Þannig að allt í umhverfinu verður að basaparast rétt saman o.s.frv.
Þetta minnir mig á þegar ég var lítill og spilaði of mikið tetris á nintendo. Maður fór að sjá alla hluti í umhverfinu sem tetris kubba sem þurftu að snúa rétt og passa saman (ég er ekki að grínast með þetta, var alveg að missa vitið).


Gangi þér vel í prófinu!!! Þú massar þetta!

(mundu samt að læknirinn sem kann fræðin ágætlega er betri en sá sem kann þau 100% en er lokaður inni á stofnun)

Nafnlaus sagði...

Hehehe... þú hefur nú samt alltaf verið frekar skrýtinn þó þú lesir ekki yfir þig hehehe :) nehh bara djók.. gangi þér vel í skólanum :) En heyrðu ég er eiginlega bara alveg hætt að skrifa inná síðuna mína.. skrifa eiginlega allt bara inn á http://www.blog.central.is/sveitagellur :) Kv. Eva Hrund