6. jan. 2005

Fyrsta blogg ársins

Gleðilegt nýtt ár öll sömul og takk fyrir það liðna. Það var frábært að komast heim og nú er ég sko aldeilis búinn að hlaða batteríin og það er eins gott því að mig mun ekki veita að því þessa önn. Mér þykir það leitt að ég náði ekki að hitta alla en ég lofa að bæta upp fyrir það næst þegar ég kem á klakann.

Það var nokkuð góð tilfinning að koma heim í Aarhus aftur, mun betri en ég bjóst við. Ég hefði viljað nokkra daga í viðbót heima. Skemmtileg tilbreyting líka að mæta á fyrsta skóladegi og geta skilið nánast allt sem fór þar fram. Ég gat ekki annað en hugsað hvernig þetta var í haust þegar ég skildi ekki orð og kom heim með dúndrandi hausverk eftir hvern einasta dag, gjörsamlega búinn. Skrýtið hvernig hlutirnir gerast stundum.

Svo var ég á vappi í bænum að fara versla fleiri skólabækur þegar tvær litlar danskar stelpur stoppuðu mig og spurðu mig til vegar. Oftast í þessum tilfellum hefur bara sagst ekki vita neitt of haldið áfram leið sína en ekki í þetta skiptið. Ég nefnilega skildi hvert einasta orð sem þær sögðu og ekki nóg með það þá gat ég sagt þeim í hvaða átt þær áttu að fara. Þetta fannst mér ótrúlegt og ég sveif eins og fiðrildi allan daginn af ánægju og stolti því að þennan dag talaði ég dönsku! Þegar ég kom heim nokkrum tímum síðar hringdi einhvar kall (greinilega með vitlaust númer) og ég skildi ekki bofs af því sem hann sagði og þar með lauk því tímabili sem ég talaði dönsku.

Nú er komið í umræðuna hér í Danörku að breyta einkunnarkvarðanum. Núverandi kvarði er alveg fáránlegur (0-3-5-6-7-8-9-10-11-13) og á að breyta honum í kvarða sem samræmist betur við erlendar hefðir (-3,0,2,4,7,10,12). Aðal ástæðan fyrir þessari breytingu er erfiðleikar að samræma danskar einkunnagjafið við erlenda skóla sem veldur mörgum nemendum miklur vandræðum, bæði dönskum nemendum sem fara út að læra og erlenda nemendur sem koma til Danmerkur. Einnig er í mörgum tilfellum ómögulegt að fá 13 og þar að auki hafa myndast mismunandi hefðir innan ýmissa deilda hvernig einkunnagjafir eru. Hinn nýji skali er hannaður þannig að hann passar við evrópska kvarðann ECTS (European Credit Transfer System) því að nýji kvarðinn hefur jafn marga stafi og sá evrópski.

Nýji skalinn: 12, 10, 7, 4, 2, 0, -3


ECTS: A, B, C, D, E, Fx, F

13-Skalinn(sá gamli): 13, 11, 10, 8, 9, 7, 6, 3, 5, 0

Þýðingar(á ECTS og nýja): Framúrskarandi, Ágætt, Gott, Sæmilegt, Nægilegt, Ónægilegt(fall), Algjörlega ónægilegt(fall)

Eins og ég sagði eru miklar umræður um þetta en það sem mér finnst skrýtið og hálffyndið er að það dettur engum í hug að breyta í 1-10 skala eins og er á Íslandi. Það er langrökréttasti kvarðinn! Ef þú færð 7 á prófi þá veit sá sem að skoða einkunnina þína að þú stóðst 70% af prófinu, hversu einfaldara getur það verið? Í staðinn er maður að dröslast með eitthvað ágætt og gott út um allt. Og hvernig er eiginlega gefið fyrir á hinum kvörðunum, hafið þið spáð í því? Ég las eitthvað um að ECTF kvarðinn er þannig að hæstu ca 10% fá A og miðju ca 30% fá C. Ég man ekki alveg hvernig þetta var en ég sá ekkert vit í þessu. Endilega fræðið mig um þetta ef þið vitið eitthvað meira.

Jæja orðið gott í bili, sjáumst öll hress og kát næst.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Einu sinni kom danskur maður upp að mér í Mölleparken og spurði mig á dönsku um leiðbeiningar og ég gat alveg sagt honum hvert hann átti að fara... þá leið mér eins og innfæddum dana :)

Nafnlaus sagði...

Þetta var sko ég sem skrifaði þetta komment um manninn í Mölleparken... er ekki alveg inní þessu commenta systemi hjá þér! ;)

Þóra