13. jan. 2005

Sviti og tár

Jæja, þá er kennari búinn að taka mig tvisvar upp á töflu fyrir framan alla og látinn svara alls konar spurningum og gera eitthvað dæmi. Ég gjörsamlega þoli þetta ekki!

Fyrra skiptið var ég bókstaflega hakkaður niður af leiðinlegri kellingu fyrir framan 50 manns. Þá átti ég að koma upp og tala um ótrúlega óskýra rafeindasmásjármynd og gjörsamlega útskýra allt sem ég sá. Þegar þetta gerist þá var ég rétt búinn að vera hérna í mánuð og skildi ekkert hvað var að gerast í tímunum. Ég skildi minna en 10% af því sem hún var að segja við mig og ennþá minna í myndinni. Það var hérna sem ég upplifði ótrúlega óþægilegt augnablik og geðveikt óþægilega þögn, hún s.s. spurði mig einhverjar spurningar sem ég skildi ekkert í og svo þagnaði hún og beið eftir svari. Ég vissi nákvæmlega ekki neitt hvað ég gat sagt þannig að ég brosti bara. Þannig brosti ég í örugglega 10 sekúndur og á meðan mátti heyra nál detta í kennslustofunni því að allir voru að bíða eftir mér að segja eitthvað. Auðvitað kom ekkert upp hjá mér og hún gafst að lokum upp á mér og tók prikið af mér og útskýrði restina (sem var nánast allt) sem var eftir og ég mátti setjast niður. Ég held að ég hafði misst svona heilan lítra af vatni í gegnum svita á þessari reynslu.

Næsta skipti gerðist sem betur fer ekki fyrr en í fyrradag og það reddaðist á endanum. Átti að reikna og útskýra eitthvað dæmi sem ég átti að vera búinn að gera en var ekki einu sinni búinn að líta það yfir. Svo talar þessi kennari svo þvoglumælt að ég á ótrúlega erfitt með að skilja hann. Hann þurfti s.s. að hjálpa mér í gegnum allt dæmið fyrir framan bekkinn minn. Þegar dæmið var hálfnað tek ég eftir því að ég er að snúa krít í lófanum mínum örugglega svona 100 hringi á sekúndu og segir það nóg um það hversu stressaður ég var. Svitatap var aðeins hálfur lítri sem er mjög mikil framför síðan síðast.

En hvað haldið þið að ég sé að fara gera bráðlega? Ég er að fara á kynningarnámskeið í swing DANSI! Já það er alveg dagsatt. Ég sé mig alveg fyrir mér sem John Travolta á dansgólfinu að gera áhorfendur alveg brjálaða. Ég hef nefnilega svo andskoti góðan takt og mússikalskan rythma að það er synd að rækta ekki þessa hæfileika .

(Mússík)
Ahhh Ahhh Ahhh Ahhhh staying alive.............staying alive.........

3 ummæli:

Óskar sagði...

Eg er bara nanast ekkert buinn ad vera a netinu sidan skolinn byrjadi aftur. Eg er nefnilega ad fara i prof a laugardaginn eftir viku og thad er allt ad verda vitlaust nuna. En eftir thad kemur sma pasa thannig ad eg bist vid sma internethangsi tha ;)

Nafnlaus sagði...

Óskar mér leið illa á að lesa frásögn þína af þessum atvikum, megi guð vera með þér ;)
KV Freyr

Óskar sagði...

Þakka þér fyrir Freyr minn, það er alltaf gott að vita að það sé hugsað til manns.