28. jan. 2005

Íslendingur í Danmörku að dansa norskan swing dans

Já mikið rétt, annar danstíminn er búinn og ég stend mig ótrúlega vel þótt ég segi sjálfur frá. Þegar við Hildur komum heim næsta sumar þá eigum við sko eftir að sýna hvað í okkur býr á dansgólfinu á Þjóðleikhúskjallaranum.

En ég sé að ég þarf að fara í þjálfun í að heyra taktinn í lögunum sem við erum að dansa við. Eins og t.d. lagið sem við vorum að dansa við síðast þá heyrði ég bæði trommutakt og bassatakt og svo blandaðist allt hitt inn í og ég var alveg orðinn ruglaður. Ég vissi ekki eftir hvaða hljóðfæri ég átti að hlusta eftir. Ef ég hlustaði eftir trommunum þá truflaðist alltaf danstakturinn minn þegar það kom reglulega svona aukatrommutaktur.

Svo sátum við tvö í svona 15 mínútur áður en tíminn byrjaði þar sem Hildur klappaði yfir mér og taldi einn, tveir, þrír, fjórir í tilraun að fá mig til að skynja taktinn. En það ruglaði mig alltaf þegar það kom þessi aukatrommutakur ofan í þetta allt saman, hún sagði bara að ég væri of flókinn og væri að hlusta of nákvæmt á lagið.......kannski er það rétt hjá henni.

En hvað sem það er þá er ég kominn formlega í taktþjálfun........wish me luck!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sá þig nú dilla þér í takt við "Eye of The Tiger" í body combat tímanum og fannst ganga alveg ágætlega :)
TKD fólk er nú ekki þekkt fyrir taktvissu þannig að þú ert ekki einn á báti :)

Þóra

Óskar sagði...

Takk fyrir stuðninginn krakkar, ég mun ekki gefast upp í þessu!

Hildur sagði...

ooog við heyrum lag...."I got rhythm, you got ...uuu hvað get ég sagt;)

Hildur sagði...

hérna..uuu...heyrðu, ætlaru ekkert að púkka eitthvað aðeins upp á síðuna þín, baaaara svona...þú ert farin að hverfa í rykið hjá mér;)
múhahahaha....