6. des. 2004

3....2....1....BÚMMM!

Já við Hildur héldum aðventukaffi í gær og kerlingin fór hamförum í eldhúsinu. Vaknaði ég upp úr dádeginu og þar beið eftir mér í morgunmat heil skál með afgangssúkkulaðikremi til að sleikja. Svo þegar veislan byrjaði var hámað í sig súkkulaðiköku, gulrótarköku, hnetueitthvaðsúkkulaðiköku, bananabrauð og heitur brauðréttur þangað til ekki meira rúmaðist fyrir. Þegar kvöldaði var svo sest fyrir framan sjónvarpið og hámað í sig afgangs brauðrétt í kvöldmatinn. Maginn minn var næstum sprunginn af öllum þessum mat.

Svo í morgunn vaknaði ég og fékk mér gulrótarköku í morgunmat ásamt mjólkurglasi og hélt svo mína leið í skólann. Getið þið giskað á hvað ég fékk í nesti? Jú mikið rétt, súkkulaðikaka og gulrótarkaka ásamt afgangs twixi, allt síðan í gær.

Nú var ég að koma heim og það er eins og einhver hafði hent handsprengju inn í eldhúsið, allt á rúi og stúi! Þannig að ég skellti mér aðeins á netið áður en ég tek á þessum vígvelli. Kannski næ ég að hanga hérna þangað til að Hildur komi heim og sagt við hana með fullkomnum sakleysissvip: " Ég var sko á leiðinni að vaska upp :) "

Nú er bara spurningin hvort ég ætti að fá mér gulrótarköku eða súkkulaðiköku að borða?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ frændi, flott að þú ert farinn að blogga aftur! ég mun fylgjast með þér héðan af vatninu :) þú verður so að setja link á gústu frænku hjá þér! :D
tjá bello, Gústa

Óskar sagði...

Ekkert mál frænka, það kemur auðvitað ekki annað til greina en að linka inn á frænkur sínar.

Nafnlaus sagði...

Hæbbs ! Glæsileg heimasíða :D Ég verð sko daglegur gestur hér og fylgist vel með lífinu í Danmörk ! Það er bara vitlaus linkur inn á mig hérna við hliðina :S er komin með nýtt og betra blogg sko ;) http://blog.central.is/rannsa/ .....bara svona svo þú getir fylgst með okkur lífverunum hérna á Íslandi ;) Það eru svo fleiri linkar á lífverurnar á minni síðu ! *risaknús* frá Íslandi :D
Kveðja, Rannveig

Óskar sagði...

Ég skal redda þessu Rannveig mín, ég er búinn að vera úr sambandi við umheiminn svo lengi að ég hef misst af þessu. But not any more!