12. des. 2004

Dönskuráð

Ef það er eitthvað sem ég hef lært hér í Danmörku þá er það að danska er vangefin. Þessi grey geta einfaldlega ekki talað skiljanlegt tungumál. En á óferðum mínum á vegum dönskunnar hér í Aarhus hef ég komist að nokkru sem gæti hjálpað ykkur í framtíðinni ef það vildi svo til að þið þurftuð að tala þetta hrognamál.

1. Ekki tala skýrt.

Um leið og þið farið að tala skýrt og bera vel fram samhljóða þá skilja þeir ekki baun af því sem þú ert að reyna segja.

2. Talið eins og þið eruð með ælu á leiðinni upp vélindað.

Það er líka oft talað um að ímynda sér kartöflu í kokinu en mér finnst það einfaldlega ekki nægja.

3. Ef þið eruð í samræðum við Dana og munið ekki eitthvað sérstakt danskt orð þá eru til tvö ráð:

a) Berið fram ensku þýðinguna á orðinu eins og líst er í ráði númer 2.

b) Berið fram íslensku þýðinguna á orðinu eins og líst er í ráði númer 2.

Ef manneskjan stendur ennþá og horfir á þig eins og þú sért hálviti þá hafa hvorug ráðin virkað eða þú þarft að bæta smá ælu í kokið og prófa aftur. Ef seinni tilraun virkar ekki ertu fokked.

Að lokum vil ég minna ykkur á að r-hljóðið er ekki til í dönsku þannig að það hljóð er algjörlega tilgangslaust hérna.

Ef einhver kann fleiri ráð þá má hann endilega bæta þeim við, maður þarf á allri hjálp að halda hérna í útlandinu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Erna hér, já þetta eru rosa góð ráð hjá þér og ég skal svo sannarlega muna þau þurfi ég að tjá mig einhverntímann í DK :)

Nafnlaus sagði...

Að tala bara þegar maður er fullur. Eða bara vera fullur þegar maður þarf að tala hefur fleytt mörgum langt í samræðum á dönsku.

Stóri bróðir

Nafnlaus sagði...

Ég er rosalega góð í dönsku eftir einn öl eða tvo.....

Þóra den danske