9. des. 2004

Smá aðvörun til ykkar

Ef ég væri indiáni þá myndi ég heita Stóra Bumba, ef ég væri rómverji myndi ég heita Bumbus Fitus Maximus. Já sannleikurinn er hræðilegur, síðan ég kom hingað til Danmerkur hef ég alveg hætt að hreyfa mig og útkoman er ein stór bumba.

Oft á tíðum hefur maður reynt að hreyfa sig eitthvað, ég hjólaði t.d. tvisvar í skólann sem ég lít ennþá á sem mikið afrek þar sem það tekur 40 mínútur að hjóla aðra leiðina. En því miður er það eina almennilega hreyfingin sem ég hef fengið hérna. Og svo hjálpar það ekki hvað bjórinn er ódýr! Þetta boðar ekki gott því að venjulega fitnar maður um jólin sjálf en ekki fyrir jólin!

Ég vildi bara vara ykkur við gott fólk svo að þið fáið ekki áfall þegar ég kem heim.

Hvernig mun ástandið eiginlega vera eftir jólin?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er alveg rétt. Þetta er ROSALEGT....

Nafnlaus sagði...

Bíddu bara þangað til að þú sérð Gunna Jarl, hann er alveg rúllandi. Það segir Doddi allavega ;)
En þetta er nú meira vælið, 40 mín að hjóla í skólan. Það er ekki neitt, Skrari ég hélt að þú værir harðari en þetta!
KV Freyr

Jóel K Jóelsson sagði...

Nei, hvaða væl er þetta, Óskar...? það er nú bara flott að vera með smá klámmyndabumbu.
+ að fólk ber meiri virðingu fyrir þér.

(fljótt að fara þegar þú byrjar að æfa eftir prófin)

Óskar sagði...

Já þetta er hárrétt hjá þér Jóel, en um leið og ég fer að nálgast Hedgehog-inn þá geri ég eitthvað í þessu.