21. des. 2004

Kominn heim í slabbið

Já þá er maður kominn heim á klakann aftur. Eftir næstum því 11 tíma ferðalag þá geng ég inn í mitt kæra heimili og sé að það er ekkert búið að breytast.

En það var sko ekki slegið slöku við heldur var strax drifið sig á æfingu! Var ég ekki alveg viss um hvernig sú útkoma myndi koma því að sjaldan hef ég verið í svona lélegu formi. Æfingin byrjaði á upphitun í bandí og eina ástæðan að ég náði að lifa það af var sú að ég fór tvisvar sinnum í mark til að hvíla mig. Eftir æfingu leit ég niður á tærnar mínar og þar var allt útatað í blóði! Það er nú ekki hægt að segja að maður leggji sig ekki fram í bandí. Já nöglin á stóru tánni hafði brotnað og blætt þar undan heillengi, tvö ný myndarleg sár á hinum tánum, gömlu blöðrurnar mínar allar tættar í burtu og samkvæmt athugun í morgun eru tvær nýjar blöðrur á leiðinni.

Já, það er gott að vera kominn heim!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sjáumst við svo ekki í bandí á annan í jólum??

Þóra

Óskar sagði...

Jú að sjálfsögðu! En gleymdir þú ekki einhverju síðasta mánudag? Ég mætti aleinn með bumbuna!