14. des. 2004

Kannast einhver við þetta?

Nú er ég í "læripásu". Búinn að vera heima í allan dag og ætlaði svo sannarlega að vera duglegur við lærdóminn. Fyrst þegar ég sast niður í morgun að lesa þá fór óhreina tauið í vaskinum smám saman að líta mjög skemmtilega út og fyrr en varir er ég kominn með rauðu svuntuna okkar og byrjaður að vaska upp af miklum móð undir tónum Kim Larsen.

Svo þegar ekkert óhreint tau er eftir í húsinu sé ég að það er komin tími til að skila videospólum og geisladiskum á bókasafnið og við yfirlit á skólabækurnar sem bíða eftir mér þolinmóðar á borðinu hljómar ferð út á bókasafnið ótrúlega spennandi.

Við heimkomu byrja ég aftur af fullum krafti að lesa um alls konar frumur og ferli. Eftir smá tíma man rennur upp fyrir mér að ég er ekki búinn að kíkja á netið í næstum 6 klukkutíma! Tölvan lítur mjög girnilega út þar sem hún situr einmana og hljóðlaus á borðinu. Þetta er að sjálfsögðu eitthvað sem ég verð að bæta úr og 5 mínútum seinna er ég byrjaður að vafra um internetið. Skrýtið að það sé ekkert nýtt búið að gerast síðan í morgun.

En nú finn ég hvernig augnaráð skólabókanna brenna á öxlinni minni, kannski eru þær líka orðnar einmana?

4 ummæli:

Hildur sagði...

Hahahahahahaaaa...æjjjjjjæjæjæjæj...jehérna hér! Já svo svona fór fyrir "The læridei of the jír"...hmmm...þá veit ég hvaða "spennandi" verkefni ég get skilið eftir t.d. í vakinum, þvottkörfunni og svona þegar von er á þér í roslegan heimalær-dómsdag;) híííí...!

Nafnlaus sagði...

Athyglisbrestur kallar sálfræðin þetta. Þú ættir að reyna að útvega þér ritalin eða conserta. Nú eða hætta þessum aumingja skap og fara bara í jólafrí. Sjáumst á klakanum.

Brósi

Jóel K Jóelsson sagði...

Nei, þetta hefur sko aldrei komið fyrir mig.
Það er greinilega eitthvað mikið að þér, Óskar.

...right!

Nafnlaus sagði...

Ef þig vantar að vita meira um þessar læripásur Óskar, þá getur þú hringt í mig hvenær sem er! Ég er hámenntaður í þessum fræðum og hef stundað þessa iðju í mörg herrans árin:) Nú síðast um jólin en næ eigi að síður 2 af 3 prófum sem er nokkuð gott miðað við hversu margar læripásurnar hafa verið!

Kv, Gunnar "faðir læripásunnar" Jónsson