16. des. 2004

Eru freistingar til þess að standast þær?

Okey.
Hildur er búin að kaupa jólagjöfina mína, hún er búin að segja mér hvar hún er og hún er búin að segja mér að ég megi ekki kíkja.

Nú í þessum skrifuðum orðum þá stari ég á ferðatöskuna mína sem liggur hinum megin í stofunni og ég veit að þar fyrir innan liggur jólagjöfin mín, þolinmóð bíðandi eftir að ég komi til hennar. Ég veit að hún vill að ég komi til sín, ég veit að hún vill að ég hristi sig, ég veit að hún vill að ég komi við sig, ég finn hvernig hún starir á mig í gegnum töskuna, ég veit...

Ég meina, hvaða skaði hefur einhvern tímann komið af því að kíkja aðeins?

2 ummæli:

Hildur sagði...

NEJJJJJJJJJJ....láttu vera! má ekki!...hahahaha...oooo svo merkilegt:)...ef thu bara vissir:)

Nafnlaus sagði...

Ég segi kíktu, ég meina hún er að miðja þig um það! kv.Guðný