5. des. 2004

Komið öll sæl og blessuð.

Gaman að sjá þig hérna! Já ég er byrjaður aftur að blogga, ég náði mér einhvern veginn aldrei aftur á strik eftir sumarpásuna mína en nú þýðir ekkert að slaka á.

Danmörk er fínt land, dálítið skrýtið stundum en hér er mjög gott að lifa. Reyndar var algjört helvíti að koma okkur fyrir hérna, fyrstu 6 vikurnar voru erfiðastar en eftir það fór allt að rúlla og nú er lífið frábært.

Síðasta fimmtudag fengum við loksins internet og heimasíma í íbúðina okkar, þá var nákvæmlega mánuður frá því að ég gekk inn í búðina á strikinu (já það er líka "strik" hérna í Aarhus) og pantaði internet/síma. Mér finnst nú danirnir vera alltof ligeglad á þessu. Jæja en anyways þá fengum við okkur fína adsl tengingu með ótakmörkuðu niðurhlaði (sniðugt íslensk nýyrði) og það er alveg frábært. Engar áhyggjur að fara yfir einhvað max download þannig að maður getur vappað um allt eins lengi og maður vill.

Vi snakkes!

5 ummæli:

Óskar sagði...

Já auðvitað, flýg heim 20.des og verð til 2.jan. Hvað verður þú lengi heima?

Nafnlaus sagði...

Klárlega kominn tími á að Óskar færi að blogga! Gaman að þessu og ég vil fá að sjá virkt blogg, ekkert eins og á gissin.blogspot.com þar sem er bloggað á 2 vikna fresti:)

Nafnlaus sagði...

Þess ber einnig að geta að Gunnar Jarl Jónsson skrifaði þessi síðustu skilaboð:)

Nafnlaus sagði...

Sæll Bósi, gaman að því að þú sért byrjaður að blogga, ég á eftir að fylgjast náið með þér vinur. Ég sé þig ekki á milli jóla og nýárs þar sem að ég fer til kanarý daginn sem að þú kemur til ÍSL en ég heyri bara í þér seinna. Gangi ykkur allt í haginn kv .Freyr

p.s. það eina sem dugar til þess að pirra sig ekki á hvað danir eru ligeglad og lengi að öllu er að vera ligeglad sjálfur. Sjáumst kannski í apríl þá komum við Doddi til jyllands!! Hej hej

Nafnlaus sagði...

Frábært að þú ætlir að taka þig á í blogginu, hlakka til að lesa sögur úr baunalandinu:)
Kv. Guðný