22. des. 2006
Jólagöngutúr
Gleðileg jól!
14. des. 2006
13. des. 2006
Geimfari og Norðurlönd
Finnst mér það merkilegur áfangi og nauðsynlegt að minnast á í fréttum.
Ef þið þekkið einhverja fréttamenn þá endilega látið hann vita af þessu.
28. nóv. 2006
Enn önnur góð æfing
En í gær tókst mér að sparka augnlinsu úr einum gaur...bókstaflega.
Er þetta hæfni eða heppni/óvart?
Ég hallast að hæfni...spurning að taka svarta beltið bara?
23. nóv. 2006
Ágætis æfing
Fyrst hélt einn þjálfari að ég væri foreldri að bíða eftir barninu mínu sem er á æfingu á undan okkur.
Klúðraði alveg þegar við vorum að gera poomse, er orðin rosalega ryðgaður og erum ekki búin að æfa þetta nógu vel finnst mér. Ég og öll bláu beltin stóðu s.s. uppi fyrir framan alla og kennarinn sagði okkur að gera poomse nr. 5, ég rétti upp hönd og sagði hátt og skýrt að ég kunni það ekki þannig að hann sagði mér að gera nr. 4 í staðinn. En ég man bara helminginn af því þannig að ég þurfti aftur að segja að ég kunni það heldur ekki. Þannig að ég endaði að gera nr. 3 hálf-skömmustulega...
Er oft að ruglast á æfingu í grunntækni, bæði af því að þeir æfa oft tæknir sem ég hef ekki gert áður eða kannast ekki vel við....og af því að ég skil ekki framburðinn hjá þeim sem er oft alveg fáránlegur!
Svo til að setja punktinn yfir i-ið þá sló ég sjálfan mig í andlitið þegar við vorum að æfa sjálfsvörn í lokinn og fékk blóðnasir.
Já það er ekki alltaf auðvelt að æfa eftir svona langa pásu...ALDREI TAKA PÁSU!
15. nóv. 2006
Fréttainnskot
Kannski það sem er efst á baugi er að kallinn er byrjaður aftur að æfa taekwondo! Var skellt sér á æfingu í síðustu viku og er að mæta á mínu fjórðu æfingu í kvöld og get ekki sagt annað að þetta er að ganga mjög vel.
Var klúbburinn Aarhus Taekwondo Klub fyrir valinu eftir miklar vangaveltur. Aðstaðan er mjög fín og á sama tíma rosalega dönsk t.d. eru kóngulóarvefir í öllum loftum og hornum (sérstaklega snyrtilegt í sturtuklefanum)...sem er nauðsynlegt í hvers kyns dönskum húsum ;)
En vægast sagt þá voru æfingarnar tvær í síðustu viku bara þær erfiðustu sem ég hef farið á síðan ég man eftir mér! Og ég hef nú farið á þær nokkrar ansi erfiðar, en þetta eru verðlaunin sem maður fær fyrir að ekki hreyfa á sér rassgatið í rúm 2 ár og mæta beint á æfingu í miðju tímabili þar sem allir eru búnir að æfa vel í nokkra mánuði!
Á fyrstu æfingunni var ég búinn eftir 20 min....og þá er ég að tala um búinn, færdig, slut, gat ekki hreyft mig! Næstu 70 min fóru bara í það að einbeita sér að halda æfingu út.
Á næstu æfingu kláraðist ég eftir 30 min...og næsti klukkutími fór í það sama og síðast, bara halda út! Við erum að tala um andköf, hristandi lappir, jafnvægisörðugleikar og allan pakkann!
Nú skil ég hvað fólk meinar þegar það segir að maður eigi ekki að taka pásu :)
En nú er þetta allt saman að koma hjá mér og nú er ég að byrja að þekkja spörkin mín betur...og nú held ég að ég tali um eitthvað annað.
Næsta frétt fyrir þá sem vita það ekki nú þegar er að við verðum hérna úti um jólin og komum sennilega ekki heim fyrr en um næsta sumar. Margt spilaði inn í en það var auðvitað skólinn hjá okkur báðum sem réði ferðinni að lokum.
Svo erum við búin að panta flug til London næsta janúar. Ég, Hildur og Guðný líffræðingur/læknanemi fengum farið á 5 DKK út og 20 DKK heim...þannig að við erum eiginlega bara að borga skattanna, í heildina var þetta ca 5000 ISL á mann fram og til baka, sem er auðvitað bara grínverð. Fáum við gistingu hjá vinafólki Hildar sem við erum mjög þakklát fyrir...einnig verður ekki leiðinlegt að hafa fólk á staðnum sem þekkir staðarhætti.
Man ekki fleiri fréttir í bili, þangað til næst :)
4. nóv. 2006
30. okt. 2006
Norður Atlantshafs fjármála-víkingarnir!
Ekstra Bladet er að ásaka íslensk fyrirtæki fyrir alþjóðlegt skattasvik, peningaþvætti og jafnvel tengsl við rússnesku mafíuna þar sem við fáum pening sem við notum síðan til að kaupa upp fyrirtæki í heiminum.
Ég keypti þetta blað í gær í fyrsta skipti á ævinni, ekki oft sem ég kaupi svona sora, og ef satt skal segja þá var nú ekkert mikið varið í þessa grein. Engar sannanir birtar heldur einungis frekar einsleit umfjöllun þar sem er reynt að draga upp sem verstu mynd af íslenskum fjármálamönnum.
Svo var tekið viðtal við einhvern Rússa sem rekur lögfræðistofu sem á að hafa aðstoðað Íslendinga í viðskiptum hérna í Danmörku. Hann er svo tengdur við einhver vafasöm viðskipti í heimalandi sínu en aldrei eru nein bein tengsl sýnd á milli Íslands og þessara vafasama Rússa sem er minnst á.
Ritstjóri blaðsins segir að hann sé búinn að hafa menn vinnandi baki brotnu í marga mánuði í þessu máli og lofar fleiri umfjöllunum á næstu vikum sem á eftir að fletta ofan á gríðarlega flóknu svindl-kerfi ýmissa íslenskra fjármálafyrirtækja.
Í greininni draga þeir fram mynd af kerfi sem þeir segja KB banka nota til að svindla undan skatti...þá sérstaklega hérna í Danmörku að sjálfsögðu. Segja þeir að KB banki flytji peninga á milli banka m.a. í Lúxemborg og á fleiri stöðum í heiminum til að sleppa borga skatta. Segja þeir þetta vera mjög grunsamlegt kerfi og er t.d. hægt að nota til að hvítþvo peninga og er sennilega með rússneska mafíupeninga í huga þar. En á sama tíma segja þeir að þetta er ekki ólöglegt! Hvað er þá eiginlega að því að nota þetta kerfi?
En það verður spennandi að fylgjast með næstu greinum því að þetta á að verða einhver stór röð að greinum sem blaðið ætlar að birta á næstu vikum.
Þeir segja að þeir eru að fletta ofan að stórfelldum svikum og prettum...ég hlæ bara að þessu :)
Eins og gaurinn sagði í fréttunum í gær: „I hope they buy Tivoli next!“
27. okt. 2006
20. okt. 2006
18. okt. 2006
16. okt. 2006
Loksins frítt SMS í DK
Síðan er hér.
Ég skellti einnig link á síðuna undir „Ýmislegt“ hérna til hliðar.
Einnig er þetta stórsniðugt fyrir ykkur fólkið heima sem vilja hafa samband við okkur eða bara senda okkur fyndin SMS :)
15. okt. 2006
Update
Allt mér að þakka þá fá líka allir aðrir sem búa hérna blaðið líka, flestum finnst þetta að vera komið alveg nóg þar sem við fáum núna 3 fríblöð á dag plús allt hitt draslið...en svona er bara að hafa Íslending í húsinu :)
8. okt. 2006
Tón-list
Platan heitir Wine for my weakness og er þetta fyrsta platan hans sem hann gefur út og sýnir hún strax hversu efnilegur hann er. Hann fær m.a. hjálp frá konu sinni og mörgum öðrum tónlistarmönnum sem gerir þetta að mjög skemmtilegri blöndu. Svo einnig er þetta allt frumsamið sem mér finnst alltaf jafn frábært/skemmtilegt, bæði texta- og lagasmíð eru í hágæðaflokki enda lendir þessi plata oft í tækinu okkar hérna í Aarhus :)
Langaði bara að segja ykkur frá þessu :)
PS. Ég fékk ekki Nyhedsavisen í gær né í morgun! Hvað er í gangi? Danirnir hérna úti greinlega ekki að standa sig í blaðadreifinguni. Ef þetta lagast ekki í næstu viku verð ég að gera eitthvað í þessu.

5. okt. 2006
Nyhedsavisen/Fréttablaðið
Danirnir eru sko langt frá því sáttir að við litlu Íslendingar séu að troða okkur inn á fréttamarkaðinn þeirra og eru búnir að gera ýmsar ráðstafanir síðustu vikur í tilraun að hrekja okkur frá markaðinum þeirra.
Til dæmis byruðu tvö af stærstu fréttaútgáfunum hérna að gefa út sín eigin ókeypis "fréttablöð" alveg eins og Nyhedsavisen aðeins í þeim tilgangi að taka markaðshlutheild frá Nyhedsavisen. Og ekki nóg með það þá pössuðu þessi tvo fyrirtæki upp á það að ekki fara í samkeppni við hvort annað heldur aðeins Nyhedsavisen með því að ekki senda sín blöð á áskrifendur hins fyrirtækisins heldur aðeins sína eigin áskrifendur.
Það var auðvitað kært til samkeppnisráðs en ég veit ekki hvernig það endaði.
Einnig ætlaði Nyhedsavisen að kaupa áskrift að einhverri svona "fréttamiðstöð" sem er einhverskonar fréttaþjónusta sem þessar stóru fréttastofur nota en þeim var bara einfaldlega neitað að kaupa áskrift! Og ekki gefin nein góð skýring á af hverju.
Þetta var einnig kært að sjálfsögðu.
Það er sko greinilegt að við erum búnir að gera rosalega usla hérna í Danmörku með útgáfu Fréttablaðsins hérna og það verður ansi fróðlegt að sjá hvort þessi hugmynd gengur upp.
Svo eru fréttastofur um allan heim að fylgjast með hvort þetta gengur upp hjá okkur því að þetta er víst í fyrsta sinn sem þetta er reynt. Ef þetta gengur upp hjá okkur má búast við því að fréttastofur út um allan heim fylgi á eftir og það finnst mér ótrúlegt. Hverjum hefði dottið í hug að fréttastofur um allan heim myndi fylgjast svona náið með litla Fréttablaðinu okkar? :)
Munið á morgun þegar þið opnið póstkassan að lesa Nyhedsavisen og henda hinu draslinu :)
3. okt. 2006
Óskar Pólverji!
Ókunningi: Brsúnigls
Ég: Haa?
Ókunningi: Brsjandks polsk?
Ég: Hvad?
Ókunningi: Ó, so you speak polsk?
Ég: Eeeeehhh nej...
Ókunningi: Ó unskyld, jeg troede du snakkede polsk?
Ég: Eeeehhh nej...
Ókunningi: Min ven her (og benti á vin sinn) er polsk og hann troede at du snakkede polsk?
Ég: Eeeehhh nej...
Ókunningi: Hvilket sprog var det så?
Ég: Det var islandsk.
...................
Og svo endaði samtalið sem betur fer fljótlega eftir að ég var búinn að sannfæra hann um að ég væri ekki Pólverji.
Fyrir utan hvað þetta var rosalega asnalegt samtal þá kom mér mest á óvart að alöru Pólverji hélt á nokkurs vafa að ég væri einnig Pólverji. Hvernig gengur það fyrir sig eiginlega? Ég hef reyndar heyrt frá Pólverja að fólk frá Suður-Póllandi skilja ekki orð hjá þeim frá Norður-Póllandi, og öfugt að sjálfsögðu.
En án djóks hvernig virkar það eiginlega þegar fólk í sama landi geta ekki skilið hvort annað? Hugsið ykkur ef við þyrftum að kunna annað tungumál til að tala við fólk frá Akureyri.
Gæti ég farið til Póllands og þóst vera pólskur sveitastrákur norður í fjöllum?
Sendum Sveppa til að athuga þetta!
14. sep. 2006
Nei þú hér!
Fengum nýja tölvu í gær eftir laaaaaangt tölvuleysi, það er ótrúlegt hvað maður er háður þessu helvíti. Hvernig var þetta eiginlega áður en netið kom? Við erum með þeim síðustu kynslóðum sem eiga eftir að muna hvernig þetta var....gaman að spá í það.
Síðan nýja tölvan kom inn á heimilið þá hef ég nánast ekki hreyft mig úr nýja skrifborðsstólnum okkar...Hildi sennilega til mikillar gremju ;)
En ég rakst á gamlar myndir af íbúðinni okkar þegar við vorum að mála og flytja inn...ég læt þær fylgja svona í lokin ;)
21. ágú. 2006
Danmörk enn og aftur...
31. júl. 2006
Verslunarmannahelgin!
15. júl. 2006
Lofsöngur
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Íslands þúsund ár,
Íslands þúsund ár,
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál.
Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
því þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlagahjól.
Íslands þúsund ár
Íslands þúsund ár
voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.
Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
Íslands þúsund ár
Íslands þúsund ár
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.
27. jún. 2006
14. jún. 2006
Sumarfrí!
10. jún. 2006
Party on Wayne....party on ???
6. jún. 2006
Eftir mikið japl, jamml og fuður í teignum?
Hvað í andskotanum er það? Þetta heyrði ég orðrétt í íþróttafréttunum á ruv í gær um landsleikinn á milli Hollands og Ástralíu í fótbolta...
Hvernig í heiminum datt manninum í hug að segja þetta? Eru menn alltaf að reyna búa til nýja frasa?
Hvað er að gerast?
5. jún. 2006
Heimkoma
27. maí 2006
I´m not an addict!
Ég fór að velta því fyrir mér hversu maður er háður þessu og hvort það eru fleiri hlutir sem maður er háður án þess að maður spáir út í það. Maður veit jú aldri hversu mikið maður saknar einhvers áður en maður missir það.
Það fyrsta sem mér datt í hug var klósettpappír. Hvað myndi nútímamaður eins og maður sjálfur gera án þess að hafa klósettpappír? Lífið yrði hræðilegt! Djöfull er maður mikil pempía og aumingji! Maðurinn hefur lifað hingað til síðustu þúsundir ára án klósettpappírs og enn lifa milljónir manna án hans...og hér er maður og þykist vera á toppi siðmenntunar í heiminum eftir árþúsundir þróunar.....en getur ekki lifað án klósettpappírs!
Hvað er það næst? Ísskápur! Hvað gerði maður án þess að hafa ísskáp til að geyma matinn sinn? Þá myndi matarfjölbreytnin aldeilis verða fábrotnari. Maður yrði að drekka mjólkina innan sólahrings, grænmeti og ávextir yrðu ónýtir eftir helmingri styttri tíma og maður fengi aldrei kalt kók með matnum!
Prófið að athuga hversu mikið af mat er í frystikistunni. Lífið yrði aðeins erfiðara ef maður gæti ekki fryst alla kjúklingana, fiskistykkin, nautahökkin o.s.frv.
Bíllinn. Ég las á netinu að þrátt fyrir gífurlegar hækkanir á bensíni þá hefur fólki ekkert fjölgað í strætó. Fólki er s.s. alveg sama hvað bensínið kostar, við nennum ekkert að standa í því að taka strætó, við viljum bara keyra okkar eigin bíl...þannig er það bara.
Ég sé að ég get haldi endalaust áfram...pokar, plast, yfirstrikunarpennar, pennar, pappír, sjónvarp, mp3spilari, útvarp/geislaspilari, DVD diskar, hnífapör, diskar, glös, skór, farsími, fjarstýring, kaffi, varasalvi, úr, season all, ostaskerari, upptakari, tyggjó, verkjatöflur, ofn, eldavél, uppþvottalögur,n salt, pipar, kakóduft, hveiti, ljósaperur...allt er þetta hlutir sem ég sé innar við 5 metra radíus og ég gæti ekki ímyndað mér að vera án.
Og maður þykist vera frjáls...ég er ómögulegur ef ég hef ekki gemsan minn eða get ekki drukkið kaffið mitt. Maður fattar það bara ekki fyrr en manni vantar eitthvað.
Ég held að þetta sé orðið nógu gott í bili...þar sem ég er frjáls þá kýs ég að hætta núna.
16. maí 2006
Og enn meiri seinkun...
30. mar. 2006
25. mar. 2006
Nokkrar fréttir frá Aarhus
4. mar. 2006
Enn annað laugardagskvöldið...þremur vikum seinna
- Flutti í nýja íbúð í Skejby (Sjálfir flutningarnir stóðu í eina klukkustund sem hlýtur að vera heimsmet!)
- Málaði (að hluta) gömlu íbúðina okkar í Trige.
- Málaði alla nýju íbúðina með frábærum aðstoðarmönnum á tveimur dögum.
- Er á leiðinni í klinik í skólanum....þar sem ég verð að elta lækna út um allt á sjúkrahúsi að fylgjast með aðgerðum og öllu sem gerist þar...spennandi!
- Mamma og pabbi komu í heimsókn, fórum t.d. að skoða sumarbústað konungsfjölskyldunnar og borðuðum æðislegan grískan mat...erfitt að toppa það.
- Keypti fyrsta sófann minn!
- Keypti fyrstu ryksguguna mína!
Og að allra lokum...þá fór ég í fyrsta skipti á ævinni einn í bíó í kvöld. Málið var þannig með vexti að Hildur hélt lítil stelpukvöld áðan og þá var ég einfaldlega rekinn út...þannig að ég endaði á því að fara einn í bæinn, og þrátt fyrir það sem ég hafði ímyndað mér þá endaði þetta í frábæru kvöldi hjá mér.
Ég fór í bæinn, náði mér í eitt stykki fréttablað, fékk mér kebab og blaðaði í blaðinu, fór síðan á kaffihús og fékk mér expresso og kláraði blaðið yfir skemmtilegri tónlist...og þegar blaðið var búið var kominn tími á kvikmyndina...s.s. það rættist mjög vel úr kvöldinu þrátt fyrir miklar áhyggjur hjá mér. Kannski maður fari oftar einn í bíó?
En nú sit ég heima í miðju stelpukvöldi þar sem þær slá á frábæra tóna yfir Sing Star...ég nýt þess að vera fluga á vegg núna hahahahaha...
11. feb. 2006
Laugardagskvöldshugleiðingar
3. feb. 2006
Múhammeðs-teikningar og hugleiðingar
- Hóta listamönnunum sem gerði teikningarnar lífláti
- Tvisvar búið að koma með sprengjuhótun á skifstofur Jyllands Posten
- Yfir 300 manns réðust á danska sendiráðið í Indonesíu og ollu miklum skemmdum
- Ráðast á starfsmenn Arla (dansk fyrirtæki) í einhverju af austurlöndunum.
- Sniðganga margar danskar vörur t.d. í Saudi-Arabíu
- Hóta sjálfsmorðssprenginum í Danmörku
- Að minnsta kosti einn danskur sendiherra var rekinn úr landi
- Danski fáninn brenndur á opinberum mótmælum þar sem fólk vopnað byssum og riflum hrópa alls kyns haturorð gegn Dönum.
Þeir mest róttækustu, t.d. þeir sem eru að hóta sjálfsmorðssprenginum, segja að blóð Dana þurfi að renna...það sé hefnd spámannsins þeirra. Ég veit nú ekki mikið um Islam né Múhammeð en var hann ekki spámaður Guðs? Var hann ekki að boða frið á milli manna o.s.frv.? Hvernig geta trúaðir múslimar haldið að þeir séu að gera svona hluti í hans nafni? Er þetta ekki bara móðgun við það sem hann var að boða og hans nafn?
..............eða veit ég bara alls ekkert um Islam???
Vissuð þið að Islam þýðir friður!
Það fór sendinefnd frá múslimskum Dönum til austurlandanna til þess að vekja athygli á þessum teikningum. Eða var það til þess að vekja upp reiði? Við erum að tala um að þessar teikningar voru birtar í september, aðeins á síðustu vikum hafa þessi harkalegu viðbrögð komið upp á yfirborðið...sem ég held er á mjög svipuðum tíma og þessi "sendinefnd" fór út.
Það er oft talað um það hérna úti hversu erfitt getur verið að gagnrýna múslima eða skrifa fréttir sem um Islam o.s.frv...því að oft er þetta túlkað sem vanvirðing og þá verða allir múslimarnir brjálaðir! Í því samfélagi sem við lifum í eru allir gagnrýndir, svo einfalt er það. Og ef einhver er fúll.....þá bara hann um það! Hann getur ákveðið að annað hvort að fara í fýlu eða svara gagnrýninni á sama vettvangi og skapað skynsamlegar umræður....þetta finnst mér oft vera eitthvað sem margir skilja ekki.
Svo verða múslimar hérna í Danmörku líka að skilja að þeir eru í DANMÖRKU...þeir fluttu hingað frá sínu heimalandi til að leita betra lífs og það þýðir að þeir verða að aðlagast dönsku samfélagi, það þýðir ekki að flytja hingað og heimta að hlutirnir ganga eins fyrir sig og í sínu heimalandi. T.d. ríkir hér tjáningafrelsi og Danmörk er ekki múslimsk þjóð. Ef eitthver lítill blaðsnepill ákveður að birta teikningar af Múhammeð má hann það alveg, það er ekkert sem bannað þeim það....jú nema Islamskar reglur...sem ríkja ekki yfir þeim. Mér finnst að múslimar verða að sætta sig við þau lög og réttindi sem ríkja hérna í Danmörku og hætta þessu væli.
Ef ég myndi flytja til Pakistan þá yrði ég hreint og beint að aðlagast þeirra samfélagi, þetta er þeirra samfélag. Já ég myndi oft vera ósammála þeim í mörgu en það er bara eitthvað sem ég verð að sætta mig við. Þetta er þeirra land og ég yrði að virða þær reglur sem gilda. Þannig er það bara.
Við erum ekki að tala síendurtekin atburð...þetta var ein grein og 12 teikningar sem fylgdu með...that´s it! Ég myndi kannski skilja þá ef blaðið væri búið að birta greinar og teikningar sem væru móðgandi fyrir múslima í sí og æ...en það er alls ekki tilfellið.
Og af hverju skiptir þetta múslimum í Saudi-Arabíu svona gífurlega miklu máli? Er okkur ekki alveg sama hvað einhvað blað í Pakistan birtir? Jú okkur er slétt sama...sé ég okkur fyrir mér að hóta fólki lífláti ef einhverjir í austurlöndunum myndu birta skopteikningar af Jesús eða gagnrýnandi grein um Kristni....nei ég held ekki!
Múslimar segja alltaf að við verðum að sjá hlutina frá þeirra sjónarhorni...en þeir verða einnig að sjá hlutina frá okkar sjónarhorni! Mér finnst fáir gera það í þessu tilfelli.
Þetta er ótrúlegt þegar maður hugsar út í þetta. Hvernig í ósköpunum gat ein blaðagrein ásamt 12 teikningum orsakað svona gífurlega alþjóðleg viðbrjögð?
Skrifstofur Jyllands Posten er einmitt hérna í Aarhus (og líka í Koben). Það var ótrúlegt að upplifa alvöru sprengjuhótun svona nálægt sér, soldi creepy. Ef satt skal segja er maður orðinn bara soldið á nálunum yfir öllum þessum hótunum...maður er bara að bíða eftir einni sjálfsmorðssprengju eða svo...og það er ekki góð tilhugsun. Og þegar maður er kominn á þessar nótur verður maður smeykur að taka strætó daginn eftir...þá hugsa ég til fólksins í London og hvernig það tókst á við hryðjuverkin þar daginn eftir...það þurfti hugrekki, annað er ekki spurning.
Og það er ekki eins og þetta er í fyrsta skipti sem teikningar af Múhammeð eru birtar...ef maður flettir upp á netinu finnur maður margar teikningar. Og það hafa meira að segja verið dæmi um að teikningar hafa verið gerðar án þess að hafa verið mótmælt.
Ég heyrði einn gaur frá Saudi Arabíu að rökstyðja mótmælin. Hann sagði að blöð í Danmörku myndu aldrei birta t.d. hakakross eða eitthvað tengt gyðingahatri...það væri að fara yfir strikið og það fannst honum vera það nákvæmlega sama í þessu tilfelli með teikningarnar. Góður punktur hjá honum......en að mínu mati er hann aaaaaaaansi langt frá þessu máli. Hakakross og gyðingahatur er allt annað mál en 12 teikningar af spámanninum og gagnrýnandi grein.
Ég er ekki að segja að mótmælin séu ekki rétt. Ég skil s.s. alveg þeirra sjónarmið...ein þeir verða einnig skilja okkar. Og hvernig þeir mótmæla með ofbeldi og hótunum setja þá sem gera það á mjög lágan stall og eru múslimum og mannkyninu til skammar. Ef fólk vill mótmæla þá er það gert á almennan hátt með skynsamlegri og rökstuddri umræðu.....aldrei ofbeldi! Skapið spennandi umræðu um mismun á kynþáttum og trúarbrögðum, það er eitthvað sem er bara gaman af og er ávallt velkomið í þróuðu samfélagi.
Ég vil taka það samt fram að ég hef ekkert móti Islam eða múslimum. Ég hef trú á fjölbreyttu og margkynþátta samfélagi...það er framtíðinn, landamæri eru að hverfa og fólk er að verða eitt. Því fyrr sem fólk áttar sig á því...því betra.
Því að hvað sem mun gerast þá munum við öll þegar á botninn er hvolft ennþá lifa á þessari litlu jörð saman. Af hverju eyða tíma okkar í rifrildi og ofbeldi þegar við getum unnið saman að byggja þessa jörð saman oag lifað í sátt og samlyndi....skapa alheimssamfélag þar sem friður er ríkjandi handa börnunum okkar. Hugsum til framtíðar..........
Ég endurtek mig frá fyrri færslu....ég hefði haldið að við hefðum náð lengra á þessum tíma sem við höfum byggt þessa jörð.
Ég er kominn með nóg af svona heimsku....hættum þessu og byrjum að einbeita okkur af því sem skiptir máli...framtíðinni.
23. jan. 2006
Heimsáhyggjur
20. jan. 2006
Fréttayfirlit
12. jan. 2006
Kominn aftur

Huummmm.....hvað mun bíða mín í háloftunum
Magnús flugmaður stendur sko fyrir sínu
Breiðholtið góða
Selfoss